Velferðarráð - Fundur nr. 2

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 2. febrúar var haldinn 2. fundur s og hófst hann kl. 13.25 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Kristján Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Stjórnkerfisbreytingar ræddar.
Formaður Velferðarráðs og sviðsstjóri Velferðarsviðs gerðu grein fyrir málinu.

2. Staðan í félagslegum húsnæðismálum.
Lagt fram:
a. Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík.
b. Samantekt yfir stöðu úthlutunar og biðlista vegna félagslegra leiguíbúða, þjónustuíbúða og hjúkrunarrýma fyrir árið 2004.
c. Samantekt yfir sérstakar húsaleigubætur fyrir mánuðina mars til desember 2004, fjöldi heimila og upphæð almennra húsaleigubóta til sömu heimila.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er einkar ánægjulegt að sjá að hinar sérstöku húsaleigubætur hafa skilað tilætluðum árangri með því að bæta stöðu þeirra sem verst eru staddir á húsnæðismarkaði og fjölga úrræðum sem þeim standa til boða. Fyrirliggjandi gögn sýna að biðlisti eftir félagslegu íbúðar-húsnæði hefur minnkað og fleiri fara á almennan leigumarkað og nýta sér sérstakar húsaleigubætur.
Þessi nýjung eykur á gagnsæi hins opinbera húsnæðiskerfis hér á landi og nýtist betur bæði notendum sem og veitendum þjónustunnar.

3. Lögð fram drög að þjónustusamningi við Samtökin ´78 um þjónustu við samkynhneigt fólk sem á lögheimili í Reykjavík.
Formaður Velferðarráðs og sviðsstjóri Velferðarsviðs gerðu grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

4. Lögð fram drög að samkomulagi dags. í janúar 2005 um hlutverk og rekstur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

5. Lagt fram til kynningar minnisblað framkvæmdastjóra þjónustusviðs dags. 31. janúar 2005 um breytingu á Stuðningsheimilinu í Hraunbergi í skammtíma-heimili fyrir unglinga.

6. Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra þjónustusviðs dags. 31. janúar 2005 um samstarf félagsmiðstöðva Félagsþjónustunnar, Listahátíðar í Reykjavík og Tónlist fyrir alla á Listahátíð sumarið 2006.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14.25.

7. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík dags. 26. janúar 2005 um samþætta þjónustu við fatlaða íbúa í þjónustukjarnanum Rangárseli 16-20.

8. Lagt fram svar dags. 1. febrúar 2005 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðis-flokksins í Velferðarráði 19. janúar 2005 vegna ferðaþjónustu fatlaðara.

9. Lagt fram svar dags. 1. febrúar 2005 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðis-flokksins í Velferðarráði 19. janúar 2005 vegna breytinga á starfsemi Fjölskylduþjónustunnar Lausnar.

10. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 19. janúar 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

11. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 20. janúar 2005.

12. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinar-gerð:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að sömu reglur gildi um ferðaþjónustu fyrir alla fatlaða óháð aldri.
Greinargerð:
Fötluðum Reykvíkingum sem eru 67 ára og eldri hefur verið synjað um akstur í endurhæfingu á grundvelli nýrra reglna um ferðaþjónustu fatlaðra. Reglurnar voru samþykktrar í félagsmálaráði í desember sl. og samhliða skipaður starfshópur til að vinna sérstakar reglur vegna akstursþjónustu fyrir aldraða. Til að öðlast gildi þurfa reglurnar hins vegar samþykkt borgarráðs en hún liggur ekki fyrir. Mikil óánægja hefur komið fram með þessar fyrirhuguðu breytingar. Eðlilegast er að sömu reglur gildi um ferðaþjónustu fyrir alla fatlaða óháð aldri.

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur að vísa tillögunni til meðferðar í starfshópi um ferðaþjónustu fyrir aldraða.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla því að tillagan hafi ekki verið borin upp til atkvæða
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun við ofangreindri tillögu og greinargerð.
Starfshópur um akstursþjónustu aldraðra er að vinna reglur sem taka á ferðaþjónustu eldri borgara til að hjálpa fólki að búa heima. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins verður tekin til umfjöllunar á þeim vettvangi. Rétt er að ítreka að þeir sem notið hafa ferðaþjónustu fatlaðara og verða 67 ára munu njóta þeirrar þjónustu áfram eins lengi og þörf krefur.

13. Lagt fram minnisblað þróunarsviðs dags. 31. janúar 2005 um niðurstöður notendakönnunnar á borgarhlutaskrifstofum Félagsþjónustunnar.
Framkvæmdastjóri þróunarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Velferðarráð fagnar því hversu mikla ánægju notenda má lesa út úr þessari notendakönnun og þakkar starfsfólki fyrir vel unnin störf.

14. Lagt fram minnisblað starfsmannastjóra, janúar 2005 vegna kannana á aðstæðum erlendra starfsmanna og viðurkenningar Alþjóðahúss.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Velferðarráð fagnar þeirri viðurkenningu sem Félagsþjónustan fékk frá Alþjóðahúsi fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu um málefni innflytjenda. Velferðarráð þakkar starfsmönnum Félagsþjónustunnar fyrir frábær störf að málefnum erlendra starfsmanna og hvetur til þess að aðrar borgarstofnanir nýti sér þekkingu Félagsþjónustunnar á þessu sviði.

Fundi slitið kl. 15.05
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Guðrún Erla Geirsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir
Margrét Sverrisdóttir