Velferðarráð - Fundur nr. 199

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 29. nóvember var haldinn 199. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 11.13 að Borgartúni 12-14.
Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason, Páll Hjalti Hjaltason, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Kynnt drög að breytingu á fjárhagsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2013.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 11.22.

2. Lögð fram að nýju tillaga um næstu skref í sameinaðri heimaþjónustu í Reykjavík.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi breytingartillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að heimahjúkrun og félagsleg dag- kvöld- og helgarþjónusta verði skipulögð út frá hverfum borgarinnar í stað þess að gera enn eitt (þriðja) þjónustukerfið sem ekki er miðlægt, ekki skilgreint eftir núverandi þjónustuhverfaskiptingu Velferðarsviðs né skólahverfaskiptingu Skóla- og frístundasviðs.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Sú leið var skoðuð að færa sameinaða heimaþjónustu í öll hverfi. Það hafði í för með sér mikinn kostnað sem ekki skilar sér í betri þjónustu, enda fyrst og fremst fagleg rök fyrir því að veita þjónustuna út frá þremur þjónustuhverfum.

Aðaltillagan var borin upp til atkvæða.

Aðaltillagan var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð samþykkir nú að hefja undirbúning að því að allir íbúar í Reykjavíkur eigi kost á sameinaðri heimaþjónustu, þurfi þeir á slíkri þjónustu að halda. Breytingin felst í því að heimahjúkrun annars vegar og hins vegar félagsleg dag- kvöld-og helgarþjónusta félagslegrar heimaþjónustu eru sameinaðar. Sameinuð heimaþjónusta skapar betri yfirsýn yfir þarfir notenda, eykur viðbragðsflýti og veitir heildstæðari þjónustu til að fólk geti búið heima þrátt fyrir mikla færniskerðingu og heilsubrest. Með ákvörðun velferðarráðs í dag er að ljúka flutningi heimahjúkrunar út í hverfi, þar með sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu sem rekin verður frá þremur stöðum í borginni. Verið er að taka lokaskref í vegferð sem hófst árið 2004 með fyrstu tilraunaverkefnum í þessa átt og síðan með gerð þjónustusamnings við ríki og flutningi heimahjúkrunar til Reykjavíkurborgar árið 2009.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna tekur heilshugar undir mikilvægi þess að íbúar Reykjavíkur eigi kost á sameinaðri heimaþjónustu. Sameining félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Laugardal - Háaleiti er gott dæmi um aukna möguleika á þessu sviði til hagsbóta fyrir notendur. Það verkefni hefur verið unnið innan afmarkaðs hverfis og skipulagt af þjónustumiðstöð þess. Tillaga meirihlutans miðar hvorki við núverandi þjónustuhverfaskiptingu Velferðarsviðs né skólahverfaskiptingu Skóla- og frístundasviðs og því er verið er að setja á fót enn eitt (þriðja) þjónustukerfið í þremur þjónustuhverfum.
Vaðandi þau rök meirihlutans að það hefði mikinn kostnaðarauka í för með sér að að færa sameinaða þjónustu í öll hverfi skal það áréttað að ekkert kæmi í veg fyrir það að þjónustumiðstöðvar og hverfi hafi samvinnu um verkefni á svipaðan hátt og sveitarfélög hafa gert sumstaðar á landinu. Að mati velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna er ákvörðun meirihluta vellferðarráðs staðfesting á því að snúið hefur verið af braut hverfavæðingar og dreifstýringar.

3. Lögð fram samantekt um þróun og stöðu þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík.
Formaður velferðarráðs og sviðsstjóri gerðu grein fyrir málinu.

4. Lagt fram níu mánaða uppgjör Velferðarsviðs.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

5. Kynntar tillögur starfshóps um húsnæðisbætur.
Hrafnkell Hjörleifsson frá velferðarráðuneytinu tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti tillögurnar. Rætt um möguleg áhrif fyrirhugaðra breytinga á sérstakar húsaleigubætur.

6. Notendastýrð persónuleg aðstoð. Kynnt staða undirbúnings.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

7. Lögð fram til kynningar drög að stefnu í málefnum aldraðra sbr. samþykkt velferðarráðs frá 26. janúar 2011.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

8. Lagt fram nýtt yfirlit yfir samninga sem gerðir hafa verið við Eir af hálfu Reykjavíkurborgar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

9. Lögð fram fundaáætlun velferðarráðs janúar – júní 2013.

Fundi slitið 13.50

Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Sverrir Bollason
Páll Hjalti Hjaltason Áslaug María Friðriksdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson