Velferðarráð - Fundur nr. 198

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 15. nóvember var haldinn 198. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Áslaug María Friðriksdóttir og Garðar Mýrdal.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað um innleiðingu nýrra reglna um stuðningsþjónustu. Enn fremur lögð fram ályktun Þroskahjálpar og Átaks, félags fólks með þroskahömlun, dags. 8.nóvember 2012.
Eftirtaldir gestir sátu fundinn undir þessum lið: Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar og Elín Soffía Sveinsdóttir, formaður Átaks.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.
Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti innleiðingu nýrra reglna um stuðningsþjónustu.

Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl.13.10.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar Þroskahjálp og Átaki fyrir komu á fund ráðsins til að ræða framkvæmd á nýjum reglum um stuðningsþjónustu. Ýmislegt hefur misfarist í upphafi innleiðingar og mjög mikilvægt að Velferðarsvið bæti úr því.
Stuðningsþjónusta við fatlaða íbúa er viðkvæm þjónusta og mikilvægt að vandað sé sérstaklega til þegar breytingar verða á þjónustu við þá. Ljóst er að í þessu tilviki var samráð við notendur ekki nægilega mikið. Það er leitt og við viljum bæta það í innleiðingarferlinu með virku samráði.
Velferðarráð lýsir yfir vilja til að taka reglurnar til endurskoðunar út frá þeirri reynslu sem fæst nú þegar fer að reyna á þær. Því verði hugmyndum um breytingar á reglunum safnað saman á meðan að á innleiðingarferlinu stendur eða til 1. apríl n.k.
Markmið reglnanna er ekki að skerða þjónustu og á tímabilinu þarf að skoða sérstaklega þau tilvik sem leiða til breytinga á högum einstaklinga og fram hefur komið óánægja með. Tilgangurinn er að bæta þjónustuna og gera hana heildstæðari og vonandi mun það skila sér í aukinni ánægju eins og til stóð.
Þar til endurskoðun á reglum fer fram, óskar velferðarráð eftir því að Velferðarsvið vakti gildistíma samninga skv. 11. gr. þar sem þörf er á.

2. Lögð fram til kynningar ársskýrsla Heimaþjónustu Reykjavíkur.
Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur, kom á fundinn og kynnti skýrsluna.

3. Lögð fram tillaga um næstu skref í sameinaðri heimaþjónustu í Reykjavík.
Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað.
4. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir umsóknir til velferðarráðs um styrki og þjónustusamninga fyrir árið 2013.
Samþykkt var að Áslaug María Friðriksdóttir verði ásamt Björk Vilhelmsdóttur í hópi sem fara mun yfir umsóknirnar, sbr. samþykkt frá síðasta fundi ráðsins.

5. Lögð fram úttekt á samningi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands vegna Konukots.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

6. Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 80/2011 varðandi breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 um frestun um eitt ár á tilfærslu á heimilum og stofnunum fyrir börn frá sveitarfélögum til ríkisins.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

7. Lagt fram til kynningar minnisblað aðgerðateymis um atvinnuleysi og fjárhagsaðstoð, nóvember 2012.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

8. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – september 2012.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl. 15.50.

9. Betri Reykjavík lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík þann 31.október 2012; Byggja íbúðir fyrir fatlaða á góðum stað.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð tekur undir að brýn þörf er á nýjum búsetuúrræðum sem hæfa þörfum fatlaðs fólks enda sýna biðlistar það. Á síðustu fjórum árum hafa verið byggðir upp í Reykjavík 10 nýir búsetukjarnar fyrir geðfatlaða auk eins búsetuendurhæfingarúrræðis og samþykkt hafa verið kaup á 32 íbúðum fyrir geðfatlaða á næstu þremur árum. Frá því Reykjavíkurborg tók við þjónustu við fatlað fólk frá ríki í ársbyrjun 2011 hafa 11 nýjar íbúðir verið teknar í notkun og einnig hefur verið gengið til samninga við Ás styrktarfélag um fjölgun búsetuúrræða fyrir fólk með þroskahömlun. Unnið er að undirbúningi á frekari fjölgun búsetuúrræða um leið og unnið verður að því að fækka herbergjasambýlum í samræmi við kröfur nútímans.

10. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innkaup Velferðarsviðs sbr. 3. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

11. Lagt fram til kynningar samningur Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um aðild og stuðning við Rannsóknarstofnun í barna – og fjölskylduvernd við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

12. Lagt fram yfirlit yfir samninga sem gerðir hafa verið við Eir af hálfu Reykjavíkurborgar.
Málinu er frestað til næsta fundar.

13. Lögð fram til kynningar tillaga um „Vinnu og virkni“ – átak til atvinnu 2013- sem er samstarfsverkefni ríkisins, sveitarfélaga og almenna vinnumarkaðarins.

Fundi slitið kl. 16.02

Björk Vilhelmsdóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Sverrir Bollason
Áslaug María Friðriksdóttir Marta Guðjónsdóttir
Garðar Mýrdal