Velferðarráð - Fundur nr. 197

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 1. nóvember var haldinn 197. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mættir: Heiða Kristín Helgadóttir, Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Marta Guðjónsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til kynningar bréf Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. sept., 19. okt. og 26.okt. s.l. varðandi aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
Haraldur Sigurðsson, verkefnisstjóri á Umhverfis- og skipulagssviði kom á fundinn og kynnti tillögur að aðalskipulagi.

2. Sléttuvegur; Kynnt stöðumat, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 12. janúar s.l.
Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti stöðumatið ásamt framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og skrifstofustjóra skrifstofu sviðsstjóra.

Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl.13.40.
Lárus Rögnvaldur Haraldsson vék af fundinum kl 13.45.
Áslaug María Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 14.00.
Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 14.00.

3. Skipan starfshóps um styrki og þjónustusamninga, sbr. reglur velferðarráðs um styrkúthlutanir.
Samþykkt að í hópnum muni sitja formaður velferðarráðs og sviðsstjóri eða staðgengill hans.
Aðrar tilnefningar koma fram síðar.

4. Lögð fram áskorun til formanns velferðarráðs um leiðbeinanda í félagsstarfi.
Velferðarsviði er falið að upplýsa viðkomandi um stöðu mála.

5. Lögð fram til kynningar ályktun frá fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar.

6. Lagður fram til samþykktar samningur Velferðarsviðs og Hjúkrunarheimilisins Eirar um framkvæmd félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrun í Eirhúsum.
Samþykkt samhljóða.

7. Lögð fram bókhaldsstaða frá janúar til ágúst 2012.

8. Lagðar fram lykiltölur fyrir janúar til ágúst 2012.

9. Lagt fram svar við fyrirspurn um kostnað Velferðarsviðs vegna heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu frá janúar til júní 2012.

10. Lögð fram umsögn Velferðarsviðs til nefndasviðs Alþingis um frumvarp til laga um neytendalán (þ.m.t. smálán).
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð tekur heilshugar undir athugasemdir Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar varðandi lög um neytendalán en smálán falla þar undir. Sérstaklega er mikilvægt að koma í veg fyrir að lánafyrirtækjum sé gert kleift að taka lágmarksframfærslu af fólki með því að skuldfæra beint af bankareikningum. Velferðarráð treystir því að fundin verði viðeigandi lausn á því að þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu verði betur gerð grein fyrir stöðu sinni sem lántakendur og að reynt verði að sporna við því að þessi sami hópur geti orðið sér úti um smálán án skoðunar á greiðslugetu og skuldastöðu.

11. Lögð fram til kynningar skýrsla samstarfshóps um enn betra samfélag; „Farsæld-baráttan gegn fátækt á Íslandi.

12. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 21. september sl.
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði þakkar greinargóðar upplýsingar. Í úttekt á fjárhagsaðstoð kemur fram að „árið 2010 átti sér sú breyting stað á 11.gr. að einstaklingar þyrftu að reka sitt eigið heimili til að geta fengið fulla grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.“ Þar með var grunnfjárhæð lækkuð til stórs hluta hópsins. Enn fremur kemur fram að „árið 2011 var greininni enn frekar breytt en þá fólu breytingarnar í sér að grunnfjárhæð til einstæðra foreldra sem reka ekki sitt eigið heimili var lækkuð úr 149.000 krónum í 125.540 krónur á mánuði.“ Ennfremur kemur fram að verið er að beita skerðingum á grunnfjárhæð til margra einstaklinga
Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitafélaga nr. 40/1991 þurfa reglur um fjárhagsaðstoð meðal annars að tryggja fjárhagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Því er lagt til að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að gera könnun á því hvernig skjólstæðingum borgarinnar gengur að lifa á fjárhagsaðstoðinni og hvort fjárhagslegt öryggi sé tryggt.

Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn einu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Nýlega er lokið viðamikilli úttekt á fjárhagsaðstoð borgarinnar þar sem m.a. er talað við notendur fjárhagsaðstoðar með rýnihópum. Það á eftir að vinna með niðurstöður þeirrar rannsóknar og úttektar og því á tillaga fulltrúa Vinstri grænna ekki við.

13. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 1. október sl.
Velferðarráð beinir því til borgarráðs að með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 verði fjárhagslegt öryggi þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna tryggt. Í því skyni felur velferðarráð, Velferðarsviði að semja við viðeigandi, óháðan aðila um könnun á því hvernig skjólstæðingum borgarinnar gengur að lifa á núverandi fjárhagsaðstoð og hvernig fjárhagslegt öryggi þeirra verði tryggt.

Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn einu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Tillagan fjallar um sama efni og fyrri tillaga þ.e. úttekt á því hvernig fólki gengur að lifa af fjárhagsaðstoð. Úttekt er nýlokið þ.á m. rýnihóparannsókn meðal notenda fjárhagsaðstoðar. Tillagan á því ekki við. Það skal þó tekið fram að í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 3.9#PR hækkun á fjárhagsaðstoð einstaklinga sem er sama hækkun og tryggingabætur og atvinnuleysisbætur hækka um n.k. áramót samkvæmt fjárlagafrumvarpi.

14. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar og Besta flokksins frá fundi velferðarráðs 11. október sl.
Velferðarráð óskar eftir að áfram verði unnið markvisst að því að fækka fólki á fjárhagsaðstoð og auka þannig lífsgæði þeirra. Langvarandi og neikvæð áhrif eru fylgjandi því að vera óvirkur notandi fjárhagsaðstoðar. Því er mikilvægt að styðja fólk til að verða ekki að langtíma notendum. Til að ná þessu marki óskar velferðarráð eftir tillögum Velferðarsviðs um það hvernig megi frekar setja skilyrði við því að þiggja fjárhagsaðstoð svo fólk sem ætti að geta verið virkt á vinnumarkaði eða í námi geti bætt lífsskilyrði sín til skemmri og lengri tíma. Einnig er tekið við tillögum um ný úrræði sem gætu náð fólki af fjárhagsaðstoð og út í virkni á vinnumarkaði og í nám.
Velferðarsvið kortleggi þá hópa sem líklegastir eru til að geta komist til virkni og sjálfbjargar. Tillögur komi að breytingum á reglum sem þurfa eða geta breyst til að greiðslur nýtist betur skjólstæðingum og óþarfa greiðslur verði afnumdar, séu þær fyrir hendi. Sett verði markmið um að ákveðinn fjöldi fari af fjárhagsaðstoð fyrir mitt ár 2013 og eða þiggi önnur úrræði. Leitað verði til starfsmanna á þjónustumiðstöðvum sem sinna fjárhagsaðstoðarmálum um hugmyndir að frekari skilyrðingum og breytingum á reglum.

Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir tillögu Samfylkingar og Besta flokksins enda er hún í anda fjölmargra tillagna Sjálfstæðisflokksins á núverandi og fyrra kjörtímabili.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Með fjölgun flokka grunnfjárhæða fjárhagsaðstoðar og lækkun til stórs hluta þeirra sem njóta aðstoðar samfara því að hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar á milli ára aðeins til hluta skjólstæðinga borgarinnar, hefur meirihluta velferðarráðs tekist að skerða tekjur margra skjólstæðinga sinna þannig að fáheyrt er. Það er því með ólíkindum að meirihlutinn í borginni skuli nú ætla að hækka grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar aðeins um 3,9#PR á meðan gjaldskrár borgarinnar og þar á meðal gjaldskrár velferðarráðs eru að hækka um 5,6#PR að meðaltali. Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitafélaga nr. 40/1991 þurfa reglur um fjárhagsaðstoð meðal annars að tryggja fjárhagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Í nýlegri úttekt á fjárhagsaðstoð kemur fram að „árið 2010 átti sér sú breyting stað á 11.gr. að einstaklingar þyrftu að reka sitt eigið heimili til að geta fengið fulla grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.“ Þar með var grunnfjárhæð lækkuð til stórs hluta hópsins. Enn fremur kemur fram í úttektinni að „árið 2011 var greininni enn frekar breytt en þá fólu breytingarnar í sér að grunnfjárhæð til einstæðra foreldra sem reka ekki sitt eigið heimili var lækkuð úr 149.000 krónum í 125.540 krónur á mánuði.“ Jafnframt þessu hefur komið fram að verið er að beita skerðingum á grunnfjárhæð til margra einstaklinga. Meirihlutinn vitnar í þessa úttekt þegar hann hafnar tillögu fulltrúa VG. Með tilliti til þessa og þeirrar staðreyndar að stór hluti fjárhagsaðstoðarþega hefur ekki fengið hækkun í tvö ár er ástæða til að ætla að margir þeir sem hafa verið lengi án annarra tekna en fjárhagsaðstoðar frá borginni búi ekki við tryggt fjárhagslegt öryggi og velferð þessara íbúa sé í raun ógnað. Það var með þetta í huga sem velferðaráðsfulltrúi VG lagði til að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að gera könnun á því hvernig skjólstæðingum borgarinnar gengur að lifa á fjárhagsaðstoðinni og hvort fjárhagslegt öryggi sé tryggt. Engar upplýsingar liggja frammi um stöðu mála hvað þetta varðar og ekki fæst séð að þær liggi fyrir að aflokinni vinnslu rýnihópa umræddrar úttektar. Samúðin sem ríkti fyrst eftir hrun og athyglin sem beindist að löngum röðum við húsakynni hjálparsamtaka hefur sumpart breyst í fordómafulla orðræðu um að þarna sé hópur sem nenni ekki að vinna, sé í svartri vinnu og að það sé ótrúlegt að á meðan allt þetta atvinuleysi sé í gangi náist ekki að manna stöður. Spyrja má að því hvort þessi vinnusama þjóð hafi allt í einu breyst í letingja og skattsvikara? Sé svo, þá gerðist það á rúmu hálfu ári. Í september 2008 mældist atvinnuleysi í Reykjavík um eitt og hálft prósent, eitt það minnsta í heimi. Í mars 2009 var atvinnuleysið orðið tíu og hálft prósent. Á 7 mánuðum hafði atvinnulausum fjölgað um, hvorki meira né minna en 700#PR. Hrunið og þetta mikla atvinnuleysi er afleiðing miskunnarlausrar græðgi fjármálafáveldis sem blómstraði undir verndarvæng stjórnvalda. Atvinnuleysið er ekki atvinnulausu fólki að kenna. Atvinnuleysingjar urðu fórnarlömb stjórnmála og fjármálafólks sem því miður heldur margt um stjórnartaumana enn þann dag í dag. Staðreyndin er sú að fólki á fjárhagsaðstoð hefur fjölgað og margir hafa verið þar árum saman, svo lengi að það er varla lengur hægt að tala um neyðaraðstoð heldur ætti frekar að ræða um ömurlegan en óvalkvæðan lífstíl. Tekjurnar eru mjög lágar eða frá tæpum 79.000 kr. í tæpar 158.000 kr. á mánuði, eftir því hvernig fjölskylduaðstæður eru. Þessa aðstoð vill meirihluti velferðarráðs skilyrða og formaður velferðarráðs hefur ítrekað talað opinberlega fyrir heimild til skilyrðinga verið gefin í lögum. Að misvitrum sveitarstjórnarmönnum verði í sjálfsvald sett hvort þeir setji fólk út á guð og gaddinn eða píni viðkomandi til að taka vinnu með óásættanlegum kjörum. Fulltrúi VG er þess fullviss að Reykvíkingar vilja samfélag þar sem allir geti lifað með reisn og virða beri rétt vinnufærs fólks til vinnu. Sveitarfélögin og ekki síður ríkið á að gera stórátak í atvinnusköpun. Velferðarráðsfulltrúi VG minnir á að í miklu atvinnuleysi á árum áður var iðulega sett í gang stórtæk atvinnubótavinna. Gamli Landspítalinn var til að mynda byggður að miklum hluta þannig.

15. Áfallaráð í Reykjavík kynnt.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra kynnti störf samráðshóps um áfallahjálp á höfuðborgarsvæðinu og áfallaráð í Reykjavík.

Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl.15.28.

Fundi slitið kl. 15.50

Björk Vilhelmsdóttir
Páll Hjalti Hjaltason Sverrir Bollason
Áslaug Friðriksdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson