Velferðarráð - Fundur nr. 192

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 13.september var haldinn 192. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.15 að Borgartúni 12-14.
Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Sverrir Bollason, Páll Hjalti Hjaltason, Einar Örn Benediktsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Birna Sigurðardóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga samráðshóps um forvarnir um styrkúthlutun úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Enn fremur lagðar fram til kynningar afgreiðslur hverfisráða Miðborgar, Breiðholts, Árbæjar, Grafarholts og Úlfarsárdals á styrkumsóknum úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur til að verkefni SÁÁ „Börn alkóhólista“ verði veittur styrkur að upphæð 1.000.000 kr.
Samkvæmt umsókninni er markmiðið að veita börnum alkóhólista sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ markhópurinn, börn foreldra sem eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða.
Í umsókninni er sagt að unnið sé heildstætt með fjölskylduna út frá þeirri hugmyndafræði að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur. Þjónustan sé nú þegar veitt, en vegna mikillar eftirspurnar hafi myndast biðlisti sem nú nemur 8 – 9 mánuðum.
Á móti er lagt til að styrkur til Guðríðarkirkju verði felldur niður og að samráðshópnum verði falið að breyta tillögum sínum í þessa veru.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar verða ekki við breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna, þar sem við teljum rétt að fylgja rökstuddri tillögu samráðsnefndar um forvarnir sem byggir starf sitt á forvarnastefnu Reykjavíkurborgar. SÁÁ er auk þess með þjónustusamning við Velferðarsvið upp á 20 milljónir kr. m.a. til að sinna börnum alkóhólista og sinna þeirri þjónustu vel í samræmi við þann samning.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt upplýsingum velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna hljóðar samstarfssamningur SÁÁ og Velferðarsviðs vegna rekstrar fjölskylduþjónustu SÁÁ upp á 21 millj.kr. Rekstur fjölskylduþjónustunnar kostar um 53 millj.kr. á ári. Þar af kostar barnaþjónustan um 20 millj.kr. á ári með þremur stöðugildum sálfræðinga og kennslugögnum. SÁÁ er stöðugt að reyna að fjármagna fjölskylduþjónustuna með því að sækja um styrki hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum en vegna mikillar eftirspurnar hefur myndast biðlisti sem nú nemur 8 – 9 mánuðum. Að mati velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna er þarna um sára þörf að ræða sem ráðið hefði getað mætt að hluta með styrk úr Forvarnasjóði borgarinnar.
Aðaltillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.





2. Fjárhagsáætlun ársins 2013.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynnti gögn varðandi fjárhagsáætlunina.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð leggur til að borgarráð taki til skoðunar og greini vanda vegna langtímaveikinda starfsmanna þvert á svið borgarinnar. Vandinn í fjárhagsáætlunargerð á Velferðarsviði er m.a. að ekki er gert ráð fyrir þessu í ramma og hvorki liggja fyrir upplýsingar um umfang né þróun vandans hjá okkur eða í samanburði við önnur svið.

- Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl.14.32.

3. Kynnt drög að reglum um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð ásamt greinargerð.
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum 15.20.
Eftirtaldir gestir tóku sæti á fundinum undir þessum lið: Þór Þórarinsson frá velferðarráðuneytinu, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Hrefna Óskarsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Guðjón Sigurðsson frá MND-félaginu og Freyja Haraldsdóttir frá NPA-miðstöðinni ásamt Söndru, aðstoðarkonu sinni.
Formaður og sviðsstjóri gerðu grein fyrir málinu.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu kynnti reglurnar.
Páll Hjalti Hjaltason vék af fundi kl. 16.25.

Fundi slitið kl. 16.43

Björk Vilhelmsdóttir

Sverrir Bollason Einar Örn Benediktsson
Áslaug María Friðriksdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson