Velferðarráð
SAMSTARFSNEFND UM LÖGGÆSLUMÁLEFNI
Ár 2006, föstudaginn 24. mars, var haldinn 19. fundur samstarfsnefndar um löggæslumálefni á kjörtímabilinu. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstödd voru Sigrún Elsa Smáradóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Geir Jón Þórisson og Ingimundur Einarsson. Jafnframt sátu fundinn Örn Sigurðsson frá umhverfissviði og Jónína H. Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samstarf eftirlitsaðila með veitingastöðum.
Örn Sigurðsson sagði frá störfum hóps sem hafði verið í eftirlitinu. Fram kom að umhverfissvið og lögreglan voru mjög ánægð með samstarfið.
Samþykkt að taka samstarfið upp að nýju og mun lögreglan hafa frumkvæði þar um.
2. Hávaðaónæði af byggingarframkvæmdum.
Lögð fram umsögn umhverfissviðs, dags. í dag, um heimildir til aðgerða gegn hávaða frá byggingarstarfsemi. Örn Sigurðsson kynnti málið.
Umhverfissviði falið að semja tillögu um breytingar á reglugerð um hávaða, sem send yrði lögreglu til umsagnar.
- Kl. 11.30 vék Örn Sigurðsson af fundi.
3. Vopnaburður í borginni.
Rætt um vopnaburð í borginni og óöryggi borgaranna í miðborginni. Fram kom að vopnaburður hefur aukist í borginni.
Geir Jón Þórisson upplýsti að fyrirhugað væri að taka upp samstarf við eigendur veitingastaða og dyraverði um hert eftirlit og mun það fara í gang í maímánuði.
4. Frumvarp til breytinga á lögreglulögum.
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 15. þ.m. um frumvarp til breytinga á lögreglulögum og lögum um framkvæmdavald ríkisins í héraði.
5. Rætt um fyrirkomulag skóladansleikja.
Fundi slitið kl. 12.15.
Sigrún Elsa Smáradóttir
Gísli Marteinn Baldursson Ingimundur Einarsson
Geir Jón Þórisson