Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2012, fimmtudaginn 7. júní var haldinn 189. fundur s og hófst hann kl. 12.35 að Borgartúni 12-14. Mættir: Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Birna Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir og Kristín Ösp Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til kynningar skýrsla um rannsókn RBF um stöðu barna í Reykjavík sem búa við fjárhagsvanda foreldra.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
2. Gistiskýlið, lögð fram til kynningar niðurstaða innkauparáðs.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Bjarni Karlsson tók sæti 12.54.
Málinu var frestað.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Innkaupastofnun og borgarlögmaður hafa staðfest að innkaupareglur borgarinnar voru brotnar þegar samið var við Samhjálp um rekstur gistiskýlisins fyrir karla að Þingholtsstræti 25. Ljóst er að um er að ræða meðvitað brot þar sem sviðið hafði skömmu áður samið við Rauðakross Íslands um rekstur gistiskýlis fyrir konur og þá fylgt innkaupareglum í hvívetna. Að mati velferðarráðsfulltrúa VG og Sjálfstæðisflokks er brotið alvarlegt þar sem ekki var auglýst eftir áhugasömum eins og gera ber. Full ástæða er til að ætla að áhugasamir hefðu gefið sig fram eins og raunin var þegar síðast var auglýst eftir áhugasömum um rekstur gistiskýlis fyrir karla og SÁÁ gaf kost á samvinnu. Það er nöturlegt að fylgjast með því hvernig meirihluti Besta flokks og Samfylkingar leyfir sér að brjóta innkaupa- og siðareglur, þær tvær samþykktir borgarinnar sem helst eiga að verja íbúana gegn spillingu í stjórnsýslunni.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar lítur svo á að þetta mál hafi fengið eðlilega málsmeðferð í kerfinu og álit innkauparáðs svari því vel hvernig reglum hafi ekki verið fylgt og að það teljist ámælisvert. Meirihlutinn tekur það alvarlega að reglum hafi ekki verið fylgt. Sviðið hefur lagt fram sínar útskýringar á því hvers vegna var staðið að málinu með þessum hætti. Meirihlutinn mun nú í samvinnu við Velferðarsvið fara yfir það hvernig hægt verði að koma í veg fyrir að svona nokkuð endurtaki sig.
3. Lagt fram til kynningar minnisblað aðgerðateymis um atvinnuleysi og fjárhagsaðstoð.
Skrifstofustjóri skrifstofu velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
4. Lagðir fram til kynningar eftirtaldir samningar sbr. samþykkt velferðarráðs frá 16. febrúar sl. við Klúbbinn Geysi og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
5. Lagður fram til kynningar samningur við Kaffi Flóka.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
6. Lagður fram til kynningar samningur vegna Fjölskyldumiðstöðvar R-RKÍ.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
7. Lögð fram beiðni velferðarráðuneytis dags 23. maí s.l. þar sem óskað er eftir umsögn Velferðarsviðs um drög að leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Ennfremur lögð fram drög að umsögn Velferðarsviðs dags. 8. júní s.l.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hvað er átt við með „sértækt húsnæðisúrræði“
2. Telur Velferðarsvið að þeir sem búa í íbúðasambýli og þjónustuíbúðakjörnum hafi ekki tækifæri á að nýta sér NPA.
3. Sé svo, munu fatlaðir íbúar við Sléttuveginn, ekki njóta NPA.
4. Er það rétt skilið að fulltrúar í vinnuhópi ráðuneytisins um NPA þekki umræðuna um það að semja eigi sérstaklega við heimahjúkrun v/NPA og sé svo, hvar er málið statt?
5. Hver er ástæðan fyrir því að þjónustufyrirtæki á þessu sviði eru talin þurfa að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu.
8. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs 30. maí sl.:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í velferðarráði leggja til að gerð verði greinargóð úttekt á þeim kostnaði sem Reykjavíkurborg ber vegna velferðarmála og sú úttekt borin saman við þann kostnað sem nágrannasveitarfélög borgarinnar leggja til velferðarmála. Útgjöld Reykjavíkurborgar til velferðarmála eru verulega hærri en nágrannasveitarfélaganna og má áætla að kostnaðarhlutfall Reykjavíkurborgar vegna velferðarmála sé í kringum 17#PR af heildarútgjöldum borgarinnar á meðan að kostnaðarhlutfall nágrannasveitarfélaganna er vel innan við 10#PR af heildarútgjöldum sveitarfélaganna. Nauðsynlegt er að skilgreina þennan kostnað og greina þann mikla mun sem er á milli annars vegar Reykjavíkur og hins vegar nágrannasveitarfélaganna svo mögulega verði hægt að ná fram hagræðingu í rekstri velferðarþjónustunnar í Reykjavík sem og bættri þjónustu.
Velferðarsviði er falið að veita umsögn um tillöguna.
Fundi slitið kl. 14.13
Heiða Kristín Helgadóttir
Bjarni Karlsson Diljá Ámundadóttir
Áslaug María Friðriksdóttir Geir Sveinsson
Þorleifur Gunnlaugsson