Velferðarráð - Fundur nr. 187

Velferðarráð

Ár 2012, fimmtudaginn 3. maí var haldinn 187. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarnveig Magnúsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Birna Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram umsögn Velferðarsviðs við tillögu fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 2. febrúar s.l.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Geir Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 12.45.

Fulltrúi Vinstri grænn lagði fram eftirfarandi tillögu:

Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna lagði til á fundi ráðsins þann 2. febrúar sl. að boðið yrði upp á þjónustu fyrir tvígreindar konur til jafns við þá þjónustu sem tvígreindum körlum er boðin. Í umsögn velferðarsviðs um tillöguna kemur fram að þrjár til níu konur hafi þörf fyrir umrætt úrræði. Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur því til að þegar í stað verði hafinn undirbúningur að búsetuúrræði fyrir tvígreindar konur.

Málinu er frestað til næsta fundar.

2. Lögð fram tillaga að nýjum reglum um stuðningsþjónustu ásamt greinargerð og minnisblaði um helstu ábendingar hagsmunaaðila.

Bjarni Karlsson tók sæti á fundinum kl. 12.57.

Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.

Umræður fóru fram og samþykkt var að senda þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglunum aftur til umsagnar hagsmunaðila.

Málinu er frestað.

3. Lagt fram minnisblað um þarfagreiningu áfangaheimila sbr. bókun velferðarráðs frá 12. janúar 2012.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram til kynningar samkomulag Velferðarsviðs og SÁÁ um rekstur búsetuúrræðisins Vinjar sbr. samþykkt velferðarráðs frá 12. janúar 2012.

5. Lögð fram eftirfarandi tillaga vegna búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi.

Velferðarsviði verði falið, í samvinnu við ríkisvaldið, að kanna möguleika á áframhaldandi rekstri búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi fyrir fólk með margháttaða erfiðleika sem hætt hefur neyslu vímuefna. Tryggja þarf jafna aðkomu ríkis og borgar að þessu búsetuúrræði eins og verið hefur. Tekið verði mið af úttektum sem fram hafa farið og skerpt á þeim ákvæðum samkomulagsins sem athugasemdir hafa komið við.

Samþykkt samhljóða.

6. Lögð fram að nýju tillaga Velferðarsviðs um styrk til Takmarksins, greinargerð fylgir. Ennfremur lagt fram bréf frá Takmarkinu-líknarfélagi, dags. 8. október 2011, varðandi styrk til greiðslu á uppsafnaðri húsaleiguskuld við Reykjavíkurborg vegna áfangaheimilis Takmarksins að Barónsstíg 13

Tillagan var felld.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:

Velferðarráð hafnar tillögunni þar sem fjárhagsárinu 2011 er lokað en gert hafði verið ráð fyrri fjármagni frá því ári. Velferðarráð samþykkir hins vegar að fela velferðarsviði að tryggja áframhaldandi rekstur Takmarksins og að komið verði til móts við skuldavanda þess síðar á árinu ef svigrúm verður til innan sviðsins.

7. Lagt fram svar við fyrirspurn velferðarráðs frá 29. mars 2012 varðandi húsaleiguskuldir við Félagsbústaði hf.

8. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Í maí 2008 var húsnæðisstuðningi Reykjavíkurborgar breytt þannig að í stað þess að borgin væri að greiða niður húsaleigu Félagsbústaða um 1/3 var tekið upp kerfi sérstakra húsaleigubóta. Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um það hvað Reykjavíkurborg hefur hagnast á þessari kerfisbreytingu og leigjendur Félagsbústaða skaðast.

9. Kynnt rannsókn Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd um stöðu barna í Reykjavík sem búa við fjárhagsvanda foreldra.
Ásdís Arnalds frá RBF kom á fundinn og kynnti rannsóknina.

Fundi slitið kl.16.00

Björk Vilhelmsdóttir

Diljá Ámundadóttir Bjarnveig Magnúsdóttir
Bjarni Karlsson Áslaug María Friðriksdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Geir Sveinsson