Velferðarráð - Fundur nr. 185

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 12. apríl var haldinn 185. fundur s og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Karlsson og Áslaug María Friðriksdóttir. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Birna Sigurðardóttir, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju minnisblað aðgerðateymis um samanburð milli áranna 2011 og 2010 vegna fjárhagsaðstoðar.
Staðgengill sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
- Þorleifur Gunnlaugsson og Geir Sveinsson tóku sæti á fundinum kl.13.10.

2. Kynnt aðgerðaáætlun stýrihóps um bætta þjónustu í Breiðholti. Ennfremur lagt fram til kynningar að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 11. nóvember 2011, um samþykkt borgarráðs um tilraunaverkefni í Breiðholti til þriggja ára.
Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti og Lára S. Baldursdóttir, verkefnisstjóri, sátu fundinn undir þessum lið og kynntu aðgerðaáætlunina.

- Diljá Ámundadóttir vék af fundi kl. 13.40.

3. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna barnaverndar.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um fjölda virkra mála á hvern barnaverndarstarfsmann í Reykjavík.

4. Kynning á stefnumótunarvinnu í upplýsingatækni – verkefni Velferðarsviðs.
Skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

5. Betri Reykjavík: Útiskýli fyrir útigangsmenn.
Lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 30. mars 2012 um útiskýli fyrir útigangsmenn.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

- Diljá Ámundadóttir tók sæti á fundinum kl. 14.25.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð hefur skoðað hugmyndina um útiskýli fyrir utangarðsfólk og þakkar fyrir hana. Unnið er að því að ráða fólk í störf Borgarvarða sem taka til starfa á næstu vikum en margt af því sem fram kemur í tillögunni fellur að starfsemi Borgarvarða sem munu starfa náið með Dagsetri fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð þar sem aðstaða og aðstoð í boði fyrir utangarðfólk til iðju, hvíldar, þvotta o.fl. Velferðarsvið er að vinna rannsókn á fjölda og högum utangarðsfólks og samkvæmt starfsáætlun Velferðarsviðs verður unnið að gerð stefnu í málefnum utangarðsfólks á árinu 2012 þar sem m.a. verður gert mat á forgangsröðun verkefna í þágu utangarðsfólks. Því verður ekki séð að bygging útiskýlis fyrir utangarðsfólk sé tímabært að svo stöddu og lagt til að hugmyndin verði tekin upp og skoðuð í stefnumótunarvinnunni.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna tekur undir tillöguna og telur vel koma til greina að opnað verði skýli í nánd við Austurvöll. Slíkt skýli verði upphitað og þar verði aðgengi að salerni og þjónustu að sumu leiti í anda þeirrar sem veitt var í Bankastræti 0. Að mati fulltrúa Vinstri grænna er þó hugsanlega óþarfi að eyrnamerkja slíkt skýli „útigangsmönnum “ eingöngu.

6. Lögð fram drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum, dags. 11. apríl 2012.
Halldóra Gunnarsdóttir frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar kom á fundinn og kynnti drögin.

7. Lögð fram að nýju samantekt starfshóps um þjónustu við utangarðsfólk.
Heiða Kristín Helgadóttir gerði grein fyrir málinu.

8. Lögð fram eftirfarandi tillaga Velferðarsviðs:
Félagsbústaðir kaupi 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða á næstu þremur árum 2012 til 2014. Íbúðirnar verði í nágrenni við þá 14 búsetukjarna fyrir geðfatlaða sem til staðar eru.
Greinargerð fylgir.
Staðgengill sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.

- Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl. 15.45.
- Diljá Ámundadóttir vék af fundi kl. 15.45.

9. Umræða um nauðungarvistun einstaklinga sbr. samþykkt velferðarráðs frá fundi 29. mars s.l. Lagt fram minnisblað forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 10. apríl 2012 um framkvæmd nauðungarvistana.
Málinu er frestað til næsta fundar.

10. Lagðir fram til kynningar eftirtaldir samningar sbr. samþykkt velferðarráðs frá 16. febrúar s.l.; Hjálparstarf kirkjunnar, SÁÁ, Sjálfsbjörg vegna reksturs sundlaugar, Hjálpræðisherinn, Samhjálp, Hlutverkasetur og Vímulaus æska.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 16.03

Björk Vilhelmsdóttir
Bjarni Karlsson Geir Sveinsson
Áslaug María Friðriksdóttir Þorleifur Gunnlaugsson