Velferðarráð - Fundur nr. 184

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 29. mars var haldinn 184. fundur s og hófst hann kl. 12.25 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt úttekt á stöðu notenda fjárhagsaðstoðar 6 mánuði og lengur í júní 2011.
Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti úttektina.

2. Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá um akstursþjónustu fyrir aldraðra og ferðaþjónustu fatlaðra ásamt minnisblaði Velferðarsviðs.
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Bjarni Karlsson tók sæti á fundinum kl. 13.00.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að tillaga um breytingu á gjaldskrá um akstursþjónustu verði send til umsagnar Félags eldri borgara í Reykjavík og Öryrkjabandalags Íslands.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar vilja hafa sem mest samráð við eldri borgara og fatlaðra. Í þessu tilfelli er þó tillaga Vinstri grænna um frestun máls og samráð hafnað þar sem tillaga um breytingar er komin fram í kjölfar fjölda ábendinga eldri borgara og frá þjónustuaðilum og m.a. formlegum ályktunum Félags eldri borgara. Um að ræða tvær ívilnandi breytingar á gjaldskrá, þannig að þeir sem samnýti ferðir í akstursþjónustu greiði lægra gjald og heimilt verður að veita þeim sem hafa tekjur allt að 5#PR umfram viðmiðunartekjur TR lækkun á fargjaldi í akstursþjónustu til samræmis við almennt fargjald hjá Strætó bs. nú kr. 350. Engin efnisleg breyting er á gjaldskrá í ferðaþjónustu fatlaðra heldur er verið að aðskilja gjaldskrár þannig að þær verði skýrari.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna telur að velferðarráð eigi að temja sér þá reglu að leita umsagna hagsmunasamtaka þeirra sem verið er að fjalla um, séu þau til staðar. Þetta er í anda kröfunnar um „ekkert um okkur án okkar“ sem meirihlutinn gerir að sinni á tyllidögum en er greinilega ekki tamt, þegar á hólminn er komið. Í gögnum sem liggja fyrir þessum fundi eru engar umsagnir hagsmunasamtaka.
Tillaga um breytingu á gjaldskrá var borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

3. Lagt fram að nýju bréf Félagsbústaða dags. 1. mars 2012 varðandi aðkomu Velferðarsviðs að vanskilum leigjenda hjá Félagsbústöðum hf. Ennfremur lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga:
Velferðarráð samþykkir að fela Velferðarsviði í samstarfi við Félagsbústaði að leggja fyrir velferðarráð, eigi síðar en 12. apríl n.k. útfærðar tillögur um hvernig eigi að mæta vanda leigjenda sem eru í alvarlegum vanskilum við Félagsbústaði. Í þeim tillögum verði m.a. horft til jafnræðissjónarmiða, heildarstuðnings við fjölskyldur sem í viðkomandi húsnæði búa sem og þeirrar skyldu einstaklinga, sem að teknu tilliti til húsnæðisstuðnings og greiðslubyrði hafa til þess greiðslugetu, að standa skil á sinni leigu.
Tillagan var samþykkt samhljóða með þeirri breytingu að útfærðum tillögum verði skilað fyrir 26. apríl n.k.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fram kemur í bréfi Félagsbústaða að vanskil á leigu hafi farið sívaxandi frá árinu 2007 og það skýrist af lækkandi kaupmætti og því að húsaleigubætur hafa ekki hækkað síðan á miðju ári 2008. Í maí 2008 breytti borgin reglum sínum þannig að hlutfallslegri niðurgreiðslu vegna leigu Félagsbústaða var hætt en sérstakar húsaleigubætur voru teknar upp í staðinn. Þar sem húsaleigubætur hafa ekki hækkað í fjögur ár hefur borgin hagnast verulega á þessum breytingum á kostnað leigjenda sem margir eru nú komir í alvarleg vandræði. Til þessa verður að líta þegar verklagsreglur um vanskil leigjenda Félagsbústaða verða gerðar.
Velferðarráð lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Vegna umræðu um aðkomu Velferðarsviðs að leiguskuldum Félagsbústaða hf. í útburðarferli leggja fulltrúar í velferðarráði eftirfarandi fyrirspurn fyrir:
Hvernig núverandi verklagsreglum varðandi útburðarferli Félagsbústaða sé háttað?
Hvaða húsnæðisúrræði býðst þeim, sem bornir eru út úr húsnæði Félagsbústaða?
Hvernig hefðbundnu útburðarferli Félagsbústaða sé háttað í dag?
Hvað leiði til riftunar leigusamnings Félagsbústaða við leigjanda og hvaða ferli tekur við eftir riftun leigusamnings?

4. Forvarnasjóður Reykjavíkurborgar; Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um Forvarnasjóð Reykjavíkurborgar sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. nóvember s.l. Ennfremur lagðar fram umsagnir hverfisráða.
Skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum í niðurlagi 2. gr. og 3. mgr. 6.gr.

5. Kynnt ársuppgjör Velferðarsviðs 2011.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

6. Kynnt mánaðarlegt rekstraryfirlit janúar 2012.

7. Lagt fram að nýju minnisblað aðgerðateymis um samanburð milli áranna 2011 og 2010 vegna fjárhagsaðstoðar.
Málinu er frestað til næsta fundar.

8. Lagðar fram til kynningar að nýju lykiltölur janúar til desember 2011.

9. Lagðir fram til kynningar samningar við eftirtalda aðila, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 16. febrúar s.l.; Blindrafélagið, Félag einstæðra foreldra, Félag eldri borgara, Félag heyrnarlausra, Fjölskylduhjálp Íslands, Gigtarfélagið, Hugarafl, Hrafnistu vegna sundlaugar, Samtök um Kvennaathvarf, MS félagið, Sjónarhól, Foreldra- og styrktarfélag Klettaskóla.

10. Lögð fram samantekt starfshóps um þjónustu við utangarðsfólk.
Málinu er frestað til næsta fundar.

11. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að hlutverk félagsþjónustu varðandi nauðungarvistun einstaklinga verði tekið til umræðu á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða.

12. Hvatningarverðlaun velferðarráðs.
Lögð fram tillaga starfshóps um úthlutun hvatningarverðlauna verðferðarráðs.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14.30
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Diljá Ámundadóttir
Bjarni Karlsson Áslaug María Friðriksdóttir
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson