Velferðarráð - Fundur nr. 18

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 31. ágúst var haldinn 18. fundur s og hófst hann kl. 12:22 í Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarði. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Gísli Helgason. Af hálfu starfsmanna: Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Stefnumótunarumræða. Samræður velferðarráðs og Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar um þekkingarmiðstöðvarverkefnið “Börn og samfélag”.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar kynnti starfsemina.

- Kristján Guðmundsson mætti á fundinn kl. 13.17.

2. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Félag einstæðra foreldra um þjónustu við einstæða foreldra með lögheimili í Reykjavík.

3. Lögð fram bókhaldsstaða fyrstu sex mánuði ársins 2005 ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða.
Ingunn Þórðardóttir, skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

4. Kynning ráðningar nýs forstöðumanns í Gistiskýlið.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu kynnti ráðningu Jónasar H. Jónassonar sem forstöðumanns Gistiskýlisins.

5. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 18. ágúst 2005.

6. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 17. og 24. ágúst 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.



Fundi slitið kl. 13.58

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Kristján Guðmundsson