Velferðarráð - Fundur nr. 179

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2012, fimmtudaginn 26. janúar var haldinn 179. fundur s og hófst hann kl. 13.38 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Bjarni Karlsson, Margrét Kristín Blöndal, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á nýjum reglum um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg og um kynjaða fjárhagsáætlunargerð. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 12. janúar sl. ásamt nýjum reglum um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg.
Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, kom á fundinn og kynnti reglurnar.

2. Styrkir og þjónustusamningar; Lögð fram tillaga starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga fyrir árið 2012.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.

3. Lögð fram til kynningar tvö bréf Áss styrktarfélags, dags. 18. október sl., annars vegar um að félagið taki við og sjái um rekstur allra dagþjónustutilboða innan Reykjavíkurborgar og hins vegar þar sem félagið býður fjögur ný búseturými í sértækri búsetuþjónustu og fimm rými í skammtímaþjónustu á dagstofnunum félagsins. Ennfremur lagt fram minnisblað velferðarsviðs.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

4. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – nóvember 2011.

5. Sagt frá vinnufundi Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, Hjálparstarfs kirkjunnar ásamt hópi sérfræðinga um velferðarmál sem haldinn var föstudaginn 20. janúar s.l.
Bjarni Karlsson gerði grein fyrir málinu.

Geir Sveinsson vék af fundi kl.16.40.
Margrét Kristín Blöndal vék af fundi kl. 16.50.

6. Lagðar fram umsagnir Félags eldri borgara dags. 9. desember 2011 og FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga dags. 2. desember 2011 vegna breytinga á gjaldskrám Velferðarsviðs sbr. tillögu fulltrúa Vinstri grænna frá 27. október 2011. Ennfremur lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 12. janúar sl.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

Velferðarráð allt samþykkti bókun þann 27. október 2011 þar sem tekið var undir tillögu fulltrúa Vinstri grænna um að leitað skyldi umsagna hagsmunasamtaka vegna gjaldskrárhækkana áður en gjaldskrár yrðu afgreiddar í borgarstjórn. Það var ekki gert fyrr en eftir að borgarstjórn samþykkti gjaldskrár á fundi sínum 15. nóvember. Það voru mistök og biðst meirihlutinn afsökunar á því að hafa ekki fylgt þessu nógu vel eftir.

Fundi slitið kl.17.10

Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Bjarni Karlsson
Áslaug María Friðriksdóttir Þorleifur Gunnlaugsson