Velferðarráð - Fundur nr. 173

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2011, fimmtudaginn 3. nóvember var haldinn 173. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:43 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Bjarni Karlsson, Diljá Ámundadóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september 2011 um áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga.

2. Lagt fram til kynningar umsögn Velferðarsviðs um erindi frá SSH um tillögu að samstarfssamningi um þjónustu við fatlaða sem vísað var til Velferðarsviðs frá skrifstofu borgarstjórnar 30. ágúst 2011.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 14.53.
Heiða Kristín Helgadóttir tók sæti á fundinum kl. 13.55.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð beinir þeim tilmælum til SSH að senda tillögur þessar til umsagnar Þroskahjálpar og ÖBÍ áður en tillögurnar verða afgreiddar.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna hvetur borgarráð til að leita umsagnar Þroskahjálpar og áður en ráðið veitir umsögn til SSH.

3. Lagt fram til kynningar minnisblað um Atvinnutorg.
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir kom á fundinn og kynnti Atvinnutorgið.

Formaður velferðarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð samþykkir að fela Velferðarsviði að vinna áfram að Atvinnutorgi á grundvelli minnisblaðs dags. 3. nóvember 2011. Velferðarsviði er falið að hefja samstarf við VMST og velferðarráðuneytið og leggja fyrir velferðarráð útfærslu og kostnaðargreiningu þegar fyrir liggur. Vegna vanda þess unga fólks sem er utan vinnumarkaðar og ekki í skóla þarf að flýta undirbúningi eins og mögulegt er.

Bókunin var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna telur útfærslur í skýrslu vinnuhóps um áfanga 1. við Atvinnutorg áhugaverðar en kýs með tilliti til umræðna um skilyrðingar að sitja hjá þar til endanleg útfærsla verður ljós.

4. Starfsáætlun Velferðarsviðs 2012; Kynning á markmiðum.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Lagt fram til kynningar minnisblað aðgerðateymis.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

6. Kynnt úttekt á eftirfylgd í Grettistaki – samantekt frá september 2011.
Erla Björg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði kom á fundinn og kynnti úttektina.

7. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var frestað frá fundi velferðarráðs 20.okt. s.l:
Lagt er til að lögfræðingar sviðsins skili greinargerð til velferðarráðs um hvernig þeir telji að breyta megi reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík með tilliti til þess að hægt verði að ná betur til þeirra sem þjónustu njóta, hvort skilgreina megi skýrar hverjar skyldur þeirra eru, hvort hægt sé að beita skilyrðingum þegar um þátttöku t.d. fólk sem er atvinnulaust án félagslegs vanda og bótaréttar er að ræða.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað til 17. nóvember nk.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 16.20.

8. Lagt fram bréf frá Takmarkinu – líknarfélagi, dags. 8. október 2011 varðandi styrk til greiðslu á uppsafnaðri skuld á húsaleigu vegna áfangaheimilisins Takmarksins að Barónsstíg 13. Ennfremur lagt fram minnisblað Velferðarsviðs þar að lútandi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl. 16.45.

9. Lögð fram tillaga samráðshóps um forvarnir um styrkúthlutun úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur ásamt yfirliti um styrkúthlutanir hverfaráða.

Bjarni Karlsson vék af fundi kl. 17.05

Afgreiðslu málsins er frestað með beiðni til sviðsins um að lagðar verði fram upplýsingar um það hvernig til tókst við undirbúning og fyrstu úthlutun samkvæmt nýjum reglum.

Fundi slitið kl. 17:13

Björk Vilhelmsdóttir
Diljá Ámundadóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson