Velferðarráð - Fundur nr. 17

Velferðarráð

SAMSTARFSNEFND UM LÖGGÆSLUMÁLEFNI


Ár 2005, föstudaginn 11. nóvember, var haldinn 17. fundur samstarfsnefndar um löggæslumálefni á kjörtímabilinu. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.05. Viðstödd voru Sigrún Elsa Smáradóttir, Geir Jón Þórisson og Ingimundur Einarsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um aðgang lögreglu að bílastæðum og bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs við opinberar heimsóknir.
Bókun samstarfsnefndar:

Að mati samstarfsnefndar um löggæslumálefni er ekki ásættanlegt að kostnaður vegna notkunar á bílastæðahúsum vegna opinberra heimsókna lendi á embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Lögreglustjóri mun því framvegis tilkynna gestgjöfum hverju sinni um þarfir sínar í þessu efni, sem síðan útvega stæðin hjá Bílastæðasjóði.

- Kl. 12.25 tók Gunnar Eydal sæti á fundinum.

2. Rætt um ónæði af völdum hávaða af byggingarframkvæmdum í grónum hverfum um kvöld og helgar.
Samþykkt að óska eftir umsögn byggingarfulltrúa um hvaða möguleikar séu til staðar til að stemma stigu við slíku ónæði.

Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, sat fundinn við meðferð l. og 2. liðar.

3. Lagt fram að nýju tilboð Túlka- og þýðingarþjónustu Alþjóðahússins í þýðingu lögreglusamþykktar Reykjavíkur á 8 erlend tungumál, ódags., samtals að fjárhæð kr. 211.326,-.
Samstarfsnefnd um löggæslumálefni telur þetta mikilvægt verkefni og leggur til að tilboðinu verði tekið. Vísað til skrifstofu borgarstjóra.

4. Kynntar tillögur framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála, dags. í október 2005, er snúa að sameiningu lögregluembætta á Höfuðborgarsvæðinu.


Fundi slitið kl. 13.08


Sigrún Elsa Smáradóttir

Ingimundur Einarsson Geir Jón Þórisson