Velferðarráð - Fundur nr. 168

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2011, fimmtudaginn 15. september, var haldinn 168. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.20 að Borgartúni 12-14. Fundurinn var sameiginlegur með barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Bjarni Karlsson, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Líf Magneudóttir. Af hálfu barnaverndarnefndar: Sandra Hlíf Ocares, Halldór Frímannsson, Guðlaug Magnúsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Þórir Hrafn Gunnarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Sigríður María Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Inngangur formanna velferðarráðs og barnaverndarnefndar.

2. Fyrirlestur Halldórs Guðmundssonar, lektors í Háskóla Íslands:

“Börnin í barnaverndinni.”

3. Erindi Halldóru D. Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur:
“Árið 2011 : Þróun, verkefni og áskoranir framundan”.

4. Umræður um áherslur í barnavernd í starfs- og fjárhagsáætlun Velferðarsviðs 2012.

5. Velferðarráð og barnaverndarnefnd lögðu fram eftirfarandi bókun:

Sameiginlegur fundur velferðarráðs og barnaverndarnefndar Reykjavíkur bendir velferðarráðuneytinu og Barnaverndarstofu á mikilvægi þess að bregðast við brýnni þörf á meðferðarúrræðum fyrir börn á unglingsaldri sem eru í vímuefnavanda. Það er mikilvægt að bregðast við í tíma og bíða ekki þar til vandinn er orðinn enn óviðráðanlegri.
Sviðsstjóra Velferðarsviðs og framkvæmdastjóra barnaverndarnefndar er falið að fylgja málinu eftir.

Sameiginlegum fundi velferðarráðs og barnaverndarnefndar var slitið kl. 15.10.

Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Bjarni Karlsson
Diljá Ámundadóttir Áslaug María Friðriksdóttir
Geir Sveinsson Líf Magneudóttir

Sandra Hlíf Ocares
Halldór Frímannsson Guðlaug Magnúsdóttir
Kolbrún Baldursdóttir Þórir Hrafn Gunnarsson

Fundi var fram haldið í velferðarráði kl. 15. 19.

Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Bjarni Karlsson, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Líf Magneudóttir.
Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 6. september s.l. þess efnis að Diljá Ámundadóttir taki sæti í velferðarráði í stað Elsu Hrafnhildar Yeoman.

2. Skipan á nýjum kjörnum fulltrúa í starfshóp um endurnýjun forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar í stað Elsu Hrafnhildar Yeoman.
Samþykkt að skipa Diljá Ámundadóttur í starfshópinn.

3. FAAS – Fríðuhús ósk um stuðning. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. júlí s.l. þar sem vísað er til meðferðar velferðarráðs beiðni, Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, dags. 6. júlí s.l.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Sviðsstjóra er falið að svara erindinu og leggja fram drög að svarbréfi á næsta fundi velferðarráðs.

4. Vin - athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Lagt fram bréf Rauða kross Íslands, dags. 29. ágúst s.l.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Erindinu vísað til sviðsstjóra og honum falið að koma með tillögu til velferðarráðs samhliða fjárhagsáætlun.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. september s.l. þar sem óskað er eftir umsögn Velferðarsviðs vegna tillagna verkefnahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um mögulegt samstarf um ferðaþjónustu við fatlaðra.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Erindinu er vísað til sviðsstjóra.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. september s.l. þar sem óskað er eftir umsögn Velferðarsviðs um vinnu við undirbúning að breytingum á rekstri félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sbr. lokaskýrslu framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Erindinu er vísað til sviðsstjóra.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. september s.l. þar sem óskað er eftir umsögn um vinnu við eflingu samvinnu í málefnum sem tengjast barnavernd, sbr. lokaskýrslu framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Erindinu er vísað til sviðsstjóra.
Bjarni Karlsson vék af fundi kl. 16.27.

8. Fjárhagsáætlun 2012: Kynnt tækifæri til hagræðingar til að mæta viðbótum fyrir fjármagn sbr. válista Velferðarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2012.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 16.45

Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Diljá Ámundadóttir
Áslaug María Friðriksdóttir Geir Sveinsson
Líf Magneudóttir