Velferðarráð - Fundur nr. 167

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2011, föstudaginn 2. september 2011 var haldinn 167. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Bjarni Karlsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á ársskýrslu Velferðarsviðs árið 2010. Ennfremur lögð fram til kynningar ársskýrsla Heimaþjónustu Reykjavíkur árið 2010.
Sviðsstjóri kynnti ársskýrsluna.
Guðmundur Sigmarsson, sérfræðingur á Velferðarsviði, sat fundinn undir þessum lið.

2. Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla VEL-2011-1, útgáfa 1.0 dags. 7. júlí 2011 á Heimaþjónustu Reykjavíkur skv. ákvæði í kröfulýsingu heilbrigðisráðuneytis, dags. 22. desember 2008.

3. Minnisblað um reynslu á gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu lagt fram.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Eftirtaldir starfsmenn tóku sæti á fundinum kl. 13.43:
Lóa Birna Birgisdóttir, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Ingibjörg Sigurþórsdóttir.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðarsviðs til borgarráðs, dags. 29. ágúst 2011, varðandi tillögu sem samþykkt var í borgarráði þann 1. september 2011 um viðbótarfjármagn til kaupa á yfirvinnu af félagsráðgjöfum Velferðarsviðs árið 2011.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Lagt fram til kynningar minnisblað vegna þjónustusamnings um starfsendurhæfingu.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 14.25

Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Áslaug María Friðriksdóttir
Bjarni Karlsson Geir Sveinsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Þorleifur Gunnlaugsson