Velferðarráð - Fundur nr. 161

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ


Ár 2011, fimmtudaginn 14. apríl var haldinn 161. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Haukur Jóhannsson, Lárus R. Haraldsson, Áslaug Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Sigtryggur Jónsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt að nýju greinargerð um eftirlit með heimilum fyrir börn á vegum Reykjavíkurborgar seinni misseri 2010. Ennfremur kynnt að nýju minnisblað framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur dags. 31. mars 2011 til velferðarráðs.
Á fundinn komu: Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu, Jón Björnsson, sálfræðingur, Sandra Hlíf Ocares, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur
Lagt fram bréf Jóns Björnssonar, sálfræðings, dags. 12. apríl 2011 um niðurstöður eftirlits með heimilum fyrir börn á vegum Reykjavíkurborgar.

Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna ásamt greinargerð.

Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að trúnaði verði aflétt af „greinargerð um eftirlit með heimilum fyrir börn seinni misseri 2010“ og minnisblaði Barnaverndar Reykjavíkur um hana en alvarlegar athugasemdir koma fram í skýrslunni. Persónugreinanlegar upplýsingar verði þó teknar út áður en gögnin verða gerð opinber.

Fulltrúi Vinstri grænna dró tillöguna til baka og lagði fram nýja tillögu, svohljóðandi:

Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að inngangur og almennur hluti skýrslu Jóns Björnssonar verði gerður opinber í samræmi við starfsvenjur Barnaverndarstofu. Heimilisföng verði afmáð úr skýrslunni. Auk þess verði minnisblað framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur varðandi efni skýrslunnar, dags. 31. mars 2011, gert opinbert. Umfjöllun um einstök heimili verður afmáð úr minnisblaðinu.

Samþykkt samhljóða.

Lögð fram eftirfarandi tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs.

Velferðarsvið leggur til að gerð verði almenn og óháð úttekt á starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur á árinu 2011. Í úttektinni verði lögð sérstök áhersla á að meta hvort aukin framlög til þjónustunnar og aðrar úrbætur sem gerðar hafa verið á síðustu árum, nái að koma til móts við þjónustuþarfir barna sem nú fá þjónustu hjá BR. Sviðsstjóri Velferðarsviðs óski eftir því við Barnaverndarstofu að stofan láti framkvæma úttekt í samstarfi við Velferðarsvið.

Greinargerð fylgir.
Samþykkt samhljóða.

2. Lögð fram að nýju drög að samstarfssamningi Velferðarsviðs og Rannsóknar og greiningar um rannsóknir og forvarnarstarf ásamt umsögn Innkaupaskrifstofu dags. 9. mars 2011.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt samhljóða.

3. Lögð fram til kynningar tillaga til borgarráðs um aukið fjármagn og tilfærslu fjármagns vegna viðbótarstarfa fyrir ungt fólk sumarið 2011 ásamt greinargerð.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Þorleifur Gunnlaugsson vék af fundi kl. 15.40.

4. Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um ódýrar frístundir.

Fundi slitið kl. 16.10

Björk Vilhelmsdóttir

Heiða Kristín Helgadóttir Haukur Jóhannsson
Lárus R. Haraldsson Áslaug Friðriksdóttir
Geir Sveinsson