Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2011, fimmtudaginn 7. apríl var haldinn 160. fundur s og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Haukur Jóhannsson, Áslaug Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Bergin í Breiðholti kynnt. Lögð fram bókun hverfisráðs Breiðholts um Bergin í Breiðholti frá fundi ráðsins 24. febr. sl. Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, kom á fundinn og kynnti verkefnið.
Bjarni Karlsson tók sæti á fundinum kl. 13.05.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með tillögur vinnuhóps um Bergin í Breiðholti. Velferðarráð felur sviðsstjóra að taka upp viðræður við sviðsstjóra Menningar - og ferðamálasviðs, ÍTR og Menntasviðs um frekari útfærslu á tillögum vinnuhópsins í samstarfi við stofnanir og hagsmunaaðila í hverfinu.
2. Kynnt greinargerð um eftirlit með heimilum fyrir börn á vegum Reykjavíkurborgar seinni misseri ársins 2010. Ennfremur kynnt minnisblað framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, dags. 31. mars 2011 til velferðarráðs. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur kom á fundinn og kynnti greinargerðina og minnisblaðið.
Haukur Jóhannsson vék af fundi kl. 13. 17.
Elsa Hrafnhildur Yeoman tók sæti á fundinum kl. 13.17.
Sigtryggur Jónsson tók sæti á fundinum kl.13.30
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að trúnaði verði aflétt af „greinargerð um eftirlit með heimilum fyrir börn seinni misseri 2010“ og minnisblaði Barnaverndar Reykjavíkur um hana en alvarlegar athugasemdir koma fram í skýrslunni. Persónugreinanlegar upplýsingar verði þó teknar út áður en gögnin verða gerð opinber.
Samþykkt var að fresta málinu til næsta fundar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Málinu er frestað og ákveðið að halda velferðarráðsfund í næstu viku þar sem málið verði skoðað sérstaklega ásamt eftirlitsaðila og fulltrúa frá Barnaverndarstofu. Fundin verður leið til að gera greinargerð með eftirlit með heimilum á vegum Barnaverndar Reykjavíkur opinbera svo og minnisblað Barnaverndar Reykjavíkur sem fylgir með í gögnum málsins. Það er þessum málaflokki mikið til bóta að fjalla um þau opinskátt en slíkt þarf að gera af virðingu við þá sem hlut eiga að máli. Nú er í fyrsta sinn verið að fá utanaðkomandi aðila á vegum Barnaverndarstofu til að hafa eftirlit með heimilunum á þennan hátt og mikilvægt að vanda umfjöllun alla um viðkvæmustu þjónustu borgarinnar.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 14.05
Lárus R. Haraldsson tók sæti á fundinum kl. 14.05
3. Lögð fram eftirfarandi tillaga sviðsstjóra ásamt greinargerð.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkir að Velferðarsvið fari þess á leit við Félagsbústaði hf. að þeir í samráði við Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga annist úttekt á fasteignum í Reykjavík í eigu sjóðsins sem ætlaðar eru fötluðu fólki sbr. 5. grein reglugerðar nr. 1067 dags. 29. desember 2010. Félagsbústaðir vinni úttektina í samvinnu við Velferðarsvið og Ferlinefnd borgarinnar. Yfirlit yfir fasteignirnar og ástand þeirra verði lagt fyrir velferðarráð þegar úttekt er lokið.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
4. Skipan verkefnisstjórnar vegna Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga; lagt fram til kynningar bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 28. mars 2011.
5. Lögð fram drög að samstarfssamningi Velferðarsviðs og Rannsóknar og greiningar um rannsóknir og forvarnarstarf. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
6. Kynning Framkvæmda- og eignasviðs á fyrirhuguðum framkvæmdum á framleiðslueldhúsinu á Lindargötu. Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra á Velferðarsviði dags. 8. mars 2011 um samráð við hagsmunaaðila. Ennfremur lögð fram áætlun um upplýsingagjöf vegna breytinga og samráð við notendur.
Bragi Guðmundsson, forstöðumaður framleiðslueldhússins að Lindargötu, Ámundi Brynjólfsson og Rúnar Gunnarsson frá Framkvæmda- og eignasviði komu á fundinn og kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir.
7. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahaglífi. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
8. Lögð fram til kynningar samantekt á úthlutun styrkja hverfisráða fyrir árið 2010.
9. Lagður fram til kynningar samningur velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um móttöku og þjónustu við flóttafólk 2010-2011.
10. Átaksverkefni, endurbætur og meirháttar viðhald fasteigna. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d.um að vísa erindi sviðsstjóra Framkvæmda- og eignasviðs frá 9. mars sl. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011 til umsagnar fagráða. Ennfremur lögð fram drög að umsögn velferðarráðs.
Drögin voru samþykkt.
11. Reglur um samþykktarferli vegna mannvirkjagerðar. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi sviðsstjóra Framkvæmda- og eignasviðs frá 21. febrúar sl. um reglur um samþykktarferli vegna mannvirkjagerðar til umsagnar fagráða. Ennfremur lögð fram drög að umsögn velferðarráðs.
Drögin voru samþykkt.
12. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 3. mars sl. varðandi SÁÁ.
13. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 17. febrúar sl. varðandi fjárhagsaðstoð.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði þakkar svörin en óskar eftir samsvarandi upplýsingum um þá sem búa hjá foreldrum og hafa forsjá barns.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði vekur athygli á því að samkvæmt þeim upplýsingum sem hér eru lagðar fram hljóta meirihluti skjólstæðinga borgarinnar skerta fjárhagsaðstoð.
14. Kynnt skipan eftirfarandi starfshópa :
• Ferðaþjónusta fatlaðra
• Utangarðshópurinn
• Þjónustustefna fyrir aldraða
• Forvarnastefna
15. Fundaáætlun velferðarráðs fram að vori kynnt.
Bjarni Karlsson vék af fundi kl. 15.05.
16. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Skv. 17. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er kveðið á um að félagsleg ráðgjöf sveitarfélaga taki m.a. til ráðgjafar á sviði skilnaðarmála, þar með talinna forsjár- og umgengnismála.
1. Hvernig er verklag barnaverndar varðandi upplýsingagjöf til foreldra án forsjár ?
2. Hvernig er verklag félagsþjónustunnar varðandi upplýsingagjöf til foreldra án forsjár ?
3. Eru til verkferlar eða vinnulag sem miðar að því að vinna að réttindum barna til að hitta og umgangast foreldra sem ekki hafa forsjá ?
4. Liggja fyrir hugmyndir um hvernig betur mætti aðstoða börn og foreldra án forsjár sem brotið er á, til að fá að hittast ?
5. Fer einhver sérstök vinna fram til að hvetja foreldra án forsjár sem ekki sinna umgengni við börn sín að gera svo ?
6. Hvaða aðstoð eða ráðgjöf er til staðar til fjölskyldna við að koma umgengnismálum á réttan kjöl ?
17. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Unnið verði að því að fá ungt fólk á aldrinum 18–24 ára á fjárhagsaðstoð til að finna sér samfélagslegt verkefni að eigin vali en með hjálp og stuðningi ráðgjafa borgarinnar í því markmiði að efla starfsgetu og virkni. Mikilvægt er að þessi hópur sé virkur í samfélaginu og að kraftar hans og hugmyndir fái notið sín í enn meira mæli en nú er. Nánari útfærslur á verkefninu verði unnar af Velferðarsviði og lagt fyrir velferðarráð ekki síðar en 1. júní nk. með það til hliðsjónar að hægt verði að hvetja og bjóða ungu fólki þátttöku sem fyrst.
Afgreiðslu tillögunnar er frestað.
Fundi slitið kl. 15.10
Heiða Kristín Helgadóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Lárus R. Haraldsson
Áslaug Friðriksdóttir Geir Sveinsson
Þorleifur Gunnlaugsson