Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2011, fimmtudaginn 17. mars var haldinn 159. fundur s og hófst hann kl. 13.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Bjarni Karlsson, Bjarnveig Magnúsdóttir, Geir Sveinsson, Jórunn Frímannsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samantekt samráðshóps um forvarnir lögð fram að nýju ásamt tillögu að skipan starfshóps um endurnýjun forvarnarstefnu.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. Minnisblað aðgerðateymis um samanburð milli áranna 2010 og 2009 vegna fjárhagsaðstoðar lagt fram að nýju til kynningar.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
3. Lykiltölur janúar til desember 2010 lagðar fram að nýju til kynningar.
4. Ársuppgjör 2010 kynnt.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar starfsfólki Velferðarsviðs fyrir það þrekvirki að halda starfseminni innan fjárhagsramma fyrir árið 2010 á sama tíma og við erum að fást við stóraukna þjónustu og aukna þyngd úrlausnarefna. Ljóst er að slíkur árangur er niðurstaða af erfiði og útsjónarsemi margra og ber að þakka þá samstöðu og metnað sem að baki býr.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl.. 15.35.
5. Íslensk neysluviðmið; umsögn Velferðarsviðs lögð fram til kynningar.
6. Tilraunaverkefni fyrir geðfatlaða í Breiðholti; lagt fram minnisblað.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 15.50.
7. Drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins vegna Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir lagður fram.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.
8. Drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Hugarafls lagður fram.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.
9. Þjónustusamningur Velferðarsviðs og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk lagður fram til kynningar. Ennfremur kynnt drög að erindisbréfi vegna skipan þjónusturáðs skv. samningi Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um sameiginlegt þjónustusvæði.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
10. Þjónustuhópur aldraðra, lagt fram bréf Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 23. febrúar s.l. um að María Ólafsdóttir, læknir, taki sæti í þjónustuhópi aldraðra.
11. Samningur Velferðarsviðs og Mannréttindaskrifstofu um að veita ráðgjöf til íbúa í Reykjavík af erlendum uppruna, kynntur.
Fundi slitið kl. 16.15
Björk Vilhelmsdóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Bjarni Karlsson
Bjarnveig Magnúsdóttir Geir Sveinsson
Jórunn Frímannsdóttir Elín Sigurðardóttir