Velferðarráð - Fundur nr. 156

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2011, fimmtdaginn 3. febrúar var haldinn 156. fundur s og hófst hann kl. 13.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Bjarni Karlsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Áslaug Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Snærós Sindradóttir. Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ferðaþjónusta fatlaðra .
Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögð fram:
Velferðarráð samþykkir að hefja samráð við notendur ferðaþjónustu fatlaðra um þróun þjónustunnar í átt að betri þjónustu til samræmis við ferðaþjónustu blindra sem jafnframt gæti haft verulega hagræðingu í för með sér.
Greinargerð fylgir.

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi vinstri grænna í velferðarráði telur mikilvægt að breytingar á ferðaþjónustu fatlaðra verði unnar í nánu samráði við notendur þjónustunnar. Hagræðingarkrafa á þessa mikilvægu þjónustu við fatlað fólk má þó hvorki leiða til þjónustuskerðingar við þennan hóp né til stórfelldra gjaldskrárhækkana.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð hefur nú samþykkt að hefja samráð við notendur Ferðaþjónustu fatlaðra um þróun þjónustunnar í átt að betri þjónustu til samræmis við Ferðaþjónustu blindra sem jafnframt gæti haft verulega hagræðingu í för með sér. Það hefur lengi verið ósk hagsmunasamtaka fatlaðra að þróa Ferðaþjónustuna til samræmis við ferðaþjónustu blindra þar sem notendur panta leigubíl þegar þörf er á akstri. Ferðaþjónusta fatlaðra er sérhæfð og veitt að mestu af sérútbúnum bílum og þjónustuna þarf að panta með dags fyrirvara. Í nýjum gögnum um kostnað síðastliðins árs sem liggja nú fyrir velferðarráði kemur fram að niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar fyrir hverja ferð þegar tekið hefur verið tillit til greiðslu notenda er 45#PR dýrari í Ferðaþjónustu fatlaðra en í Ferðaþjónustu blindra. Hluti þessa mismunar skýrist á hærri notendagjöldum í Ferðaþjónustu blindra. Ef íbúar Reykjavíkur sem eru fatlaðir og rétt eiga á Ferðaþjónustu geta og vilja frekar þjónustu, sem er þægilegri en þó dýrari fyrir þá, og þetta er hagstæðara fyrir Reykjavíkurborg þá verður að kanna í þaula möguleikana á þessu.

2. Ferðaþjónusta fatlaðra.
Tillaga að breytingum á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra, án efnisbreytinga. Lagt fram eintak af reglunum með þeim breytingum sem lagðar eru til.
Breytingarnar eru í meginatriðum eftirfarandi;
1. Ákvæði 5. greinar reglnanna er varða samdægursferðir er gert skýrara. Ekki er um breytingar á þjónustu að ræða heldur staðfestingu á verklagi.
2. Upphæðir eru ekki tilgreindar í reglum um ferðaþjónustu en vísað er til gjaldskrár Strætó bs. og gjaldskrár Velferðarsviðs um akstursþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Aðrar breytingar á reglunum eru tengdar breytingum vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga.
Greinargerð fylgir.

Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Samþykkt samhljóða.

3. Akstursþjónusta eldri borgara.
Lögð fram tillaga vegna breytinga á reglum um akstursþjónustu eldri borgara. Lagt fram eintak af reglunum með þeim breytingum sem lagðar eru til. Ennfremur lögð fram umsögn Félags eldri borgara dags. 2. febrúar 2011 um tillöguna.
Breytingarnar eru í meginatriðum eftirfarandi;
1. Ekki eru tilgreindar upphæðir í reglum um akstursþjónustu eldri borgara en vísað þess í stað til gjaldskrár Strætó bs. og gjaldskrár Velferðarsviðs um akstursþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
2. Breytt er gjaldtöku með hliðsjón af nýtingu ferða þannig að farþegar greiði 1.000 krónur fyrir hverja ferð umfram 16 á mánuði. Einungis 10#PR farþega hafa nýtt svo margar ferðir.
Greinargerð fylgir.

Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ekki er verið að skerða akstursþjónustu eldri borgara með þessum breytingum en niðurgreiðsla borgarinnar minnkar eftir fyrstu 16 ferðirnar á mánuði. Hlutur borgarinnar verður áfram ríflega helmingur af kostnaði af hverri ferð eftir 16 ferðir og á fyrstu 16 ferðunum er niðurgreiðslan um 87#PR. Þessi hækkun á notendagjaldi getur komið sér illa fyrir einhverja en góðu fréttirnar eru þær að þetta nær einungis til um 10#PR notenda. Tekið er undir þá ósk frá Félagi eldri borgara að Reykjavíkurborg endurskoði þessa breytingu þegar betur árar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru á móti því að samþykkja breytingar á greiðslum fyrir ferðir í Akstursþjónustu aldraðra í ljósi þess að ekki liggur fyrir hvaða hækkanir verða gerðar hjá borginni á gjöldum eldri borgara á heildina litið. Við harkalegar hækkanir á innheimtu fráveitugjalda kom í ljós að ekkert var vitað hvernig farið verður með afslátt tekjulágra eldri borgara og öryrkja sem áður var veittur af fasteignaskatti og holræsagjöldum og kom fram á álagningarseðlum fasteignagjalda. Um leið og Orkuveita Reykjavíkur tók að hefja innheimtu á fráveitugjöldum í ársbyrjun 2011 virtist ekki hafa verið unnið úr því hvernig farið yrði með ofangreindan afslátt og þrátt fyrir fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins liggja skýr svör ekki fyrir. Í umsögn Félags eldri borgara um tillöguna er hækkunum mótmælt í ljósi þess að aukin útgjöld lenda nú á hópum aldraðra t.d. vegna breytinga á aldursviðmiðum vegna sundferða og ferða með Strætó. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla vinnubrögðum borgarinnar vegna þessa.

4. Tillaga Velferðarsviðs að gjaldskrá vegna akstursþjónustu eldri borgara og ferðaþjónustu fatlaðra lögð fram.
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram tillaga vegna breytinga á tekju- og eignamörkum félagslegra leiguíbúða og sérstakra húsaleigubóta hjá Reykjavíkurborg og breytingar á tekjumiðmiðum á matsblaði.
Formaður gerði grein fyrir málinu.

Samþykkt samhljóða.

6. Skýrsla húsnæðisnefndar ÖBÍ um húsnæðismál fatlaðra/öryrkja frá desember 2010 lögð fram.

7. Svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 18. nóvember 2010 lagt fram.

8. Skemmtanahald barna og ungmenna á vínveitingastöðum; Lagt fram bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. janúar 2011 og umsögn ÍTR dags. 8. desember 2010. Ennfremur lagt fram bréf Velferðarsviðs dags. 15. nóvember 2010 til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsagnarbeiðni.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð Reykjavíkurborgar telur það óæskilegt að börn safnist saman í miðbænum á skemmtunum sem eru skipulagðar án samstarfs við ÍTR, þjónustumiðstöðvar, skóla og foreldra, enda samrýmist það ekki forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar. Þar er kveðið á um mikilvægi þess að styðja við uppbyggilegar tómstundir og jákvæðan lífstíl. Slíkar tómstundir fara fram í öruggu umhverfi unglinganna. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og samtakanna Heimilis og skóla hafa skemmtanir í auknum mæli verið haldnar á vínveitingastöðum sem nær eingöngu markaðssettar í gegnum samskiptasíður og þannig farið fram hjá foreldrum og forráðamönnum grunnskólabarna sem eru markhópurinn. Þá hafa þessar skemmtanir verið í samkeppni við uppbyggilega starfsemi ÍTR. Velferðarráð varar við þessari þróun í unglingamenningu og hvetur alla sem bjóða vilja unglingum upp á skemmtanahald til að vinna í samráði við ÍTR, þjónustumiðstöðvarnar í hverfunum, skólana og foreldrasamfélagið.

9. Kynning á Barnavernd Reykjavíkur.
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, kom á fundinn og kynnti starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur.

10. Stöðumat á viðbragðsáætlun í barnavernd og til frekari stuðnings börnum í borginni lagt fram.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

11. Minnisblað aðgerðateymis um samanburð milli ára 2010 og 2009 vegna barnaverndar lagt fram.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

12. Bókhaldsstaða janúar til nóvember 2010 kynnt.

Fundi slitið kl. 15.20

Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Bjarni Karlsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Áslaug Friðriksdóttir
Geir Sveinsson Snærós Sindradóttir