Velferðarráð - Fundur nr. 155

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2011, miðvikudaginn 26. janúar var haldinn 155. fundur s og hófst hann kl. 13.40 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Lára Steinsson, Áslaug Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Elín Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun Velferðarsviðs 2011 ásamt greinargerð vegna yfirfærslu málefna fatlaðra kynnt.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerðu grein fyrir málinu.

Velferðarráð vísar endurskoðaðri fjárhagsáætlun til borgarráðs með eftirfarandi bókun:

Með drögum að endurskoðaðri áætlun Velferðarsviðs dags. 26. janúar 2011 er fjárhagsáætlun Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík (SSR) með hagræðingaraðgerðum þeirra tekin yfir án breytinga. Velferðarráð áskilur sér rétt til að fara yfir og breyta áætlun ef með þarf þegar Velferðarsvið og stýrihópur um yfirfærsluna hefur lagt fram faglegt og fjárhagslegt mat og metið raunhæfni einstakra þátta. Þá liggur ekki fyrir hver endanleg tekjuáætlun verður og því þarf að gefa þessari fjárhagsáætlun rýmri tíma.

2. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs um hækkun húsaleigu í húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk. Ennfremur lagðar fram umsagnir Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins um tillöguna.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Lagt er til að Velferðarsvið, fyrir hönd Reykjavíkurborgar nýti heimild til hækkunar á húsaleigu í húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk frá og með 1. apríl næstkomandi samanber ákvæði til bráðabirgða nr. II í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010.
Greinargerð fylgir.

Lögð fram eftirfarandi breytingartillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs:

Í samræmi við ákvæði til bráðabirgða nr. II í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010, þar sem fram kemur að húsaleiga í húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk taki breytingum í samræmi við vísitölu neysluverðs frá 2003, er lagt til að framangreind breyting á húsaleigu komi til framkvæmda í fjórum áföngum, þ.e. 1. apríl og 1. október 2011 og 1. apríl og 1. október 2012.
Greinargerð fylgir.

Breytingartillagan var borin upp til atkvæða og hún samþykkt með sex samhljóða atkvæðum. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Aðaltillagan var borin upp svo breytt og samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:

Reykjavíkurborg er gert að framfylgja reglugerð sem velferðarráðherra setti þann 30. desember s.l. og varðar m.a. um hækkun húsaleigu í sérstöku húsnæði fatlaðra. Borgin ákveður með þessari samþykkt að nýta sér heimildarákvæði til að gera þetta á ívilnandi hátt þannig að húsaleigan hækkar í 4 áföngum til 1. október 2012. Á móti hækkun húsaleigu munu koma hærri húsaleigubætur. Einungis er um húsnæði að ræða í sambýlum og íbúðakjörnum sem eldri reglugerð náði til og mun breytingin því ekki hafa áhrif á leigu Brynju - hússjóðs ÖBÍ eða Félagsbústaða. Í dag er húsaleiga fyrir 2ja herbergja íbúð, að teknu tilliti til húsleigubóta, 11.900 kr. Eftir hækkun verður greiðslubyrði um 20 þús. á mánuði, að teknu tillit til húsaleigubóta.
Velferðarsvið óskaði eftir umsögnum frá hagsmunasamtökum fatlaðra og verður reynt að koma til móts við ábendingar þeirra. Landsamtökin Þroskahjálp gerðu ekki sérstaka athugasemd við hækkun á húsaleigu í samræmi við heimildir reglugerðarinnar. Bent var á að mikilvægt væri að taka tillit til að þessi leigjendahópur hafi litlar sem engar launatekjur og þurfi að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum sem eru þeim dýrir vegna fötlunar sinnar. Öryrkjabandalag Íslands óskaði eftir því að ekki yrði ráðist í þessa hækkun fyrr en að ári og vísaði í húsaleigulög. Bent er á að reglugerðin gerir ráð fyrir hækkun frá 1. apríl nk. í fyrsta áfanga og um sérstaka leigu er að ræða sem ekki tekur mið af húsaleigulögum heldur sérstakri reglugerð.

3. Kynning á málefnum eldri borgara.
Fulltrúar Félags eldri borgara, Unnar Stefánsson, formaður og Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður, komu á fundinn kl. 14.45 og sátu undir þessum lið.
Lárus R. Haraldsson, varamaður Samfylkingarinnar í velferðarráði sat fundinn undir þessum lið.
Skrifstofustjóri velferðarmála lagði fram minnisblað dags. 26. janúar og kynnti eftirfarandi atriði er varða málefni eldri borgara.

a) Yfirlit yfir fjölda þjónustuíbúða í Reykjavík sundurgreint eftir eignarhaldi.
b) Þarfagreining / biðlisti / úthlutunarferli og fleira.
c) Áhersluatriði þjónustuhóps aldraðra 2010.

Unnar Stefánsson, Halldóra Guðmundsdóttir og Lárus R. Haraldsson viku af fundi kl. 15.50.

Lögð var fram tillaga um skipan starfshóps um þjónustustefnu fyrir aldraða.

Í samræmi við starfsáætlun Velferðarsviðs árið 2011 er lagt til að skipaður verði starfshópur sem vinni þjónustustefnu fyrir aldraða í samráði við eldri borgara og aðila sem veita öldruðum þjónustu. Hópinn skipi tveir kjörnir fulltrúar, tveir fulltrúar frá Félagi eldri borgara og tveir starfsmenn af Velferðarsviði. Hópurinn starfi árið 2011 og skili tillögu að þjónustustefnu til velferðarráðs fyrir 1. desember 2011.
Greinargerð fylgir.
Samþykkt samhljóða.
Velferðarráð samþykkti að vísa minnisblaði inn í starfshópinn.

4. Þjónustusamningur vegna rekstrar þjónustukjarna fyrir eldri borgara við Sléttuveg og leigusamningur um húsnæðið ásamt umsögn fjármálastjóra borgarinnar.
Formaður velferðarráðs og forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerðu grein fyrir málinu.
Kl. 16.05 komu á fundinn fulltrúar Sjómannadagsráðs/Hrafnistu; Guðmundur Hallvarðsson, Pétur Magnússon og Ásgeir Ingvason kynntu fyrirhugaða uppbyggingu við Sléttuveg og tóku þátt í umræðum.
Afgreiðslu samnings er frestað.

Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl. 16.40.
Geir Sveinsson vék af fundi kl. 16.55.
Elsa Hrafnhildur Yeoman vék af fundi kl. 17.10

Fundi slitið kl. 17.15

Björk Vilhelmsdóttir
Hanna Lára Steinsson Áslaug Friðriksdóttir
Elín Sigurðardóttir