Velferðarráð - Fundur nr. 153

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2011, miðvikudaginn 13. janúar var haldinn 153. fundur s og hófst hann kl. 13.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Ágúst Már Garðarsson, Bjarni Karlsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Áslaug Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist

1. Þjónusta við fatlaða íbúa Reykjavíkurborgar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir verkefnum tengdum yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð býður þá borgarbúa sem búa við fötlun velkomna í þjónustu borgarinnar nú eftir að ríkið hefur fært félagslega þjónustu yfir til sveitarfélaga. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós Reykjavíkurborgar til framtíðar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innhaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra. Velferðarráð Reykjavíkurborgar lítur svo á að hér sé stigið stórt skref í því að borgin verði eitt samfélag fyrir alla.

2. Samningur Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir efni samningsins.
Geir Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 14.10.

3. Samningur Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnunar um atvinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk og samstarf varðandi þjónustu og vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem njóta félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg, lagður fram til kynningar.

4. Tilmæli til sveitarfélaga um að þau tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði. Lagt fram til kynningar bréf velferðarráðherra dags. 3. janúar 2011.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:

Lagt er til að grunnfjárhæð þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg og fengu hlutfallslega skerðingu og/eða enga hækkun um áramót verði hækkuð til samræmis við tilmæli velferðarráðherra frá 3. janúar sl. þess efnis að sveitarstjórnir tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur.

Afgreiðslu málsins er frestað.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska að eftirfarandi tilmæli til velferðarráðherra séu bókuð. Ekki er ljóst í hvaða samhengi ráðherra velferðarmála lét þessi tilmæli falla til sveitarfélaganna, miðað við umfjöllun í fjölmiðlum mátti gefa sér að þau kæmu í kjölfar niðurstöðu könnunar Félagsvísindastofnunar HÍ meðal fólks sem leitar til hjálparsamtaka eftir matarúthlutunum. Niðurstöður könnunarinnar eru meðal annars þær að skjólstæðingar ráðherrans en ekki sveitarfélaganna eru um 90 #PR þeirra sem hjálpina sækja en að aðeins 10#PR gesta séu skjólstæðingar sveitarfélaganna. Með tilmælum sínum beinir ráðherrann vandanum að sveitarfélögunum án þess að fjalla um sína eigin ábyrgð í málinu.
Því er þeim tilmælum beint til ráðherrans að hann byrja að gera sér grein fyrir því að hann er í bestu aðstöðu sem ráðherra í starfandi ríkisstjórn að aðstoða þennan hóp verulega með því að vinna að því að bæta umhverfi fyrirtækja á Íslandi þannig að þau geti tekið ákvörðun um frekari fjárfestingar og ráðið í fleiri störf. 37#PR gesta hjálparstofnana eru öryrkjar og þá verður að benda á það að það er á könnu ráðherrans að fjalla um kjör öryrkja en ekki sveitarfélaganna.

5. Könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði að beiðni velferðarráðuneytisins meðal fólks sem leitar til hjálparsamtaka eftir matarúthlutunum.
Samþykkt að vísa skýrslunni til frekari skoðunar í starfshópi um fátækt.

6. Námsmenn á fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Velferðarráð samþykkir að fela Velferðarsviði, í samráði við Mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun að útfæra leiðir sem tryggi atvinnuþátttöku sem flestra námsmanna og koma þannig í veg fyrir að þeir þurfi á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda yfir sumartímann, nema í sérstökum tilfellum. Markmiðið er að námsmenn hafi launatekjur sér til framfærslu yfir sumartímann.
Greinargerð fylgir.

Málinu er frestað.

7. Þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar 2012-2014; lagt fram bréf fjármálastjóra dags. 6. janúar s.l.

8. Fundaáætlun velferðarráðs og heimsóknir velferðarráðs á starfsstaði Velferðarsviðs til vors lögð fram.

9. Starfshópur um þjónustu við utangarðsfólk. Lögð fram eftirfarandi tillaga um stofnun starfshóps:

Velferðarráð samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp kjörinna fulltrúa til að fara yfir þjónustu við utangarðsfólk og taka saman fagleg og fjárhagsleg rök fyrir mismunandi rekstrarfyrirkomulagi. Með hópnum starfi 2 starfsmenn, annar með reynslu af vettvangi, hinn af Velferðarsviði. Hópurinn skili áliti sínu til velferðarráðs fyrir sumarleyfi ráðsins þannig að hægt verði að nýta vinnu hópsins við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2012.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

10. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs þann 7. október 2010 um að leggja til að samningar og reynsla Velferðarsviðs af samstarfi við Samhjálp verði tekin á dagskrá á næsta fundi ráðsins.
Ennfremur lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar.

Velferðarráð samþykkir að taka saman fagleg og fjárhagsleg rök fyrir því að Reykjavíkurborg reki núverandi úrræði fyrir utangarðsfólk og alvarlega veika fíkla, eða að aðrir aðilar geri það með þjónustusamningum við borgina. Sérstaklega verði litið til reynslu af samstarfi við Samhjálp sem nú rekur Gistiskýlið og heimili fyrir þennan hóp og SÁÁ sem rekur búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Nýlegar úttektir á Gistiskýlinu, Smáhýsunum og búsetuúrræði með félagslegum stuðningi verði hafðar að leiðarljósi, svo og annað sem varpað getur ljósi á hvernig best og hagkvæmast er að veita þessum hópi viðeigandi þjónustu

Samþykkt að vísa málinu til starfshóps um þjónustu við utangarðsfólk.

11. Lögð fram að nýju eftirfarandi viðbótartillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs þann 2. desember 2010.

Velferðarráð felur Velferðarsviði að hefjast þegar handa við að finna hentugra húsnæði fyrir gistiskýli borgarinnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt að vísa málinu til starfshóps um þjónustu við utangarðsfólk.

12. Lögð fram að nýju eftirfarandi viðbótartillaga fulltrúa Vinstri grænna sem lögð var fram á fundi velferðarráðs þann 2. desember 2010.

Velferðarráð felur Velferðarsviði að hefja þegar undirbúning þess að Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða taki við rekstri Gistiskýlisins.

Samþykkt að vísa málinu til starfshóps um þjónustu við utangarðsfólk.

13. Lykiltölur janúar til nóvember 2010 lagðar fram til kynningar.

14. Kynning á átaksverkefnum Velferðarsviðs.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, kom á fundinn og kynnti átaksverkefni.

15. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúa Vinstri grænna varðandi kynningu á gjaldskrárbreytingum, sem send var sviðsstjóra þann 7. janúar 2011.

- Björk Vilhelmsdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir viku af fundi kl. 15.50.

16. Lagt fram svar við fyrispurn fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði, sem lögð var fram á fundi ráðsins þann 25. nóvember 2010 undir lið nr. 2.

Fundi slitið þann 16.15

Ágúst Már Garðarsson
Bjarni Karlsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson