Velferðarráð - Fundur nr. 15

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 15. júní var haldinn 15. fundur s og hófst hann kl. 12:00 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur St. Ragnarsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju drög að þjónustusamningi Velferðarsviðs og Þjónustu- og rekstrarsviðs.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Guðrún Erla Geirsdóttir mætti á fundinn kl. 12:35.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka efasemdir sínar um stofnun svokallaðra þjónustumiðstöðva og sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Reykjavíkurlistans óska bókað:
Fulltrúar Reykjavíkurlistans fagna gerð þjónustusamnings milli Velferðarsviðs og Þjónustu- og rekstrarsviðs um verkefni þjónustumiðstöðva á sviði velferðarþjónustu. Við treystum því og trúum að með þjónustumiðstöðvum verði þjónusta við borgarbúa aðgengilegri og betri til frambúðar. Velferðarráð mun fylgja því eftir að þjónusta við borgarbúa verði veitt í samræmi við þann samning sem fyrir liggur.
Drögin voru samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

2. Lögð fram til kynningar samþykkt borgarstjórnar dags. 7. júní sl. um stjórnkerfi barnaverndarmála hjá Reykjavíkurborg.

3. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 8. júní 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

4. Lögð fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sérstæk búsetuúrræði frá fundi 9. júní 2005.

5. Stefán Jóhann Stefánsson óskaði bókað:
Hinn 27. apríl samþykkti Velferðarráð að tekið yrði saman minnisblað um stöðu forsjárlausra feðra í Reykjavík. Þess er hér með óskað að við gerð minnisblaðsins verði sérstaklega gætt jafnræðissjónarmiða og vinnubragða sem leiða má af stefnu um samþættingu kynjasjónarmiða.

6. Sviðsstjóri kynnti erindi félagsmálaráðuneytisins, sbr. bréf dags 6. júní 2005 til borgarstjóra, þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um að borgin taki á móti flóttafólki frá Suður-Ameríku og frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Sviðsstjóri mun hefja viðræður við Flóttamannaráð innan skamms vegna málsins.
Velferðarráð lýsir ánægju sinni með væntalega komu flóttamanna til Reykjavíkur og vonar að þeir muni njóta borgarinnar og samvista við borgarbúa í komandi framtíð og aðlagist vel íslensku samfélagi.

Fundi slitið kl. 14:15.

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Guðrún Erla Geirsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Margrét Einarsdóttir