Velferðarráð - Fundur nr. 145

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 1. nóvember var haldinn 145. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9.10 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Ágúst Már Garðarsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hanna Lára Steinsson, Áslaug Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Minnisblað til sviðsstjóra og stjórnenda miðlægrar stjórnsýslu, dags. 29.október 2010, varðandi fjárhagsáætlun 2011, skil á gögnum og meðhöndlun ýmissa kostnaðarliða lagt fram.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

2. Fjárhagsáætlun 2011.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynntu drög að fjárhagsáætlun.
Afgreiðslu málsins verður fram haldið á næsta fundi ráðsins.

3. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að gerð fjárhagsáætlunar Velferðarsviðs verði gefin meiri tími svo kjörnum fulltrúum gefist ráðrúm til að taka upplýstar ákvarðanir og hafa samráð um þær.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Málinu er frestað.

4. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að fjárhagsaðstoð verði hækkuð frá og með næstu mánaðamótum. Hækkunin taki mið af lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árið 2009 þar sem lágtekjumörkin voru metin kr. 160.800 í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling. Litið verði á þá upphæð sem lágmark.
Málinu er frestað.

5. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að fjárhagsaðstoð verði ekki skert ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða. Reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt í þessa veru og taki breytingin gildi um næstu áramót.
Málinu er frestað.

6. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði leggur til að þegar í stað verði hafist handa við greiningu á stöðu barna í alvarlegum fjárhagsvanda.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Málinu er frestað.

Fundi slitið kl. 11.17

Björk Vilhelmsdóttir
Ágúst Már Garðarsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Hanna Lára Steinsson Áslaug Friðriksdóttir
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson