Velferðarráð - Fundur nr. 143

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, fimmtudaginn 7. október var haldinn 143. fundur s og hófst hann kl. 13:45 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Ágúst Már Garðarsson, Bjarni Karlsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Áslaug Friðrksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Úttekt á Vin - búsetuúrræði með félagslegum stuðningi ásamt minnisblaði verkefnisstjóra á Velferðarsviði varðandi samning Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við SÁÁ.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

2. Bókhaldsstaða janúar til júlí 2010 kynnt.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

3. Lykiltölur janúar til júlí 2010 lagðar fram til kynningar.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

4. Vettvangsgeðteymi; samstarfssamningur Velferðarsviðs og Geðsviðs Landspítala- Háskólasjúkrahúss um tilraunaverkefni til 2ja ára um reksturs vettvangsteymis, lagður fram til kynningar.

5. Samstarfssamningur um þverfaglega samvinnu milli Heilsugæslunnar í Mjódd, Barnaverndar Reykjavíkur, Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts lagður fram til kynningar.

6. Framvinda undirbúnings yfirfærslu á málefnum fatlaðra.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

7. Drög að samningi um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða dags. 16. september 2010.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Drögin voru samþykkt samhljóða og Velferðarsviði falið að vinna að samningnum áfram.

8. Skemmtanahald barna og ungmenna: Lagt fram bréf samráðshóps um forvarnir og framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, dags. 13. september 2010.
Málinu er frestað til næsta fundar.

9. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

• Hvenær mun velferðarráð ljúka stefnumörkun í málaflokknum en henni átti að ljúka í ágúst?
• Liggur fyrir endurskoðuð verk– og tímaáætlun sem leggja átti fyrir aðgerðahóp þann 19. ágúst og sé svo, í hverju er hún fólgin?
• Var farin yfirferð með sviðsstjórum og formönnum fagráða þann 26. ágúst og sé svo, í hverju var sú yfirferð fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tekjuspá og efnahagsforsendum borgarhagfræðings sem átti að birtast þann 27. ágúst og sé svo, hvernig er spáin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að fjárfestingaáætlun 2011 og 2012–2016 sem birtast áttu þann 27. ágúst og í hverju er áætlunin fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tillögu um rammaúthlutun FMS o.fl. sem birtast áttu þann 27. ágúst og sé svo í hverju eru drögin fólgin?
• Liggja fyrir sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti þann 31. ágúst og í hverju eru þær þá fólgnar?ón Lagt fyrir Lagt fram/Lokið
• Liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar og 3ja (5) ára áætlun. 2011–2016 sem leggja átti fyrir Borgarráð þann 2. september og í hverju eru forsendurnar þá fólgnar?
• Liggja fyrir tillögur um rammaúthlutun sem leggja átti fyrir borgarráð þann 2. september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Liggja fyrir tillögur að forgangsröðun vegna fjárfestinga sem leggja átti fyrir Borgarráð þann 2. september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Hefur undirbúningur að forgangsröðun innan ramma sem átti að fara fram í september sl. verið hafin og í hverju er forgangsröðin þá fólgin?
• Liggja fyrir sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti þann 10. september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Liggja fyrir tillögur að forgangsröðun innan ramma sem ræða átti á fagsviðum þann 24. september og sé svo, í hverju eru þær tillögur fólgnar?
• Hvers vegna hefur stefnumótun vegna þriggja ára áætlunar ekki verið lögð fyrir fagráð eins og gera átti, þann 30. september?
• Í hverju verður samráð við minnihlutann um fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun fólgin ?

Málinu er frestað og skrifleg svör munu berast.

10. Fjárhags- og starfsáætlun Velferðarsviðs 2011. Fjárlagafrumvarp 2011 – áhrif þess á rekstur Velferðarsviðs.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
11. Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði lagði fram eftirfarandi tillögu:

Lagt er til að samningar og reynsla Velferðarsviðs af samstarfi við Samhjálp verði tekin á dagskrá næsta fundar ráðsins.

Málinu er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 17.10

Björk Vilhelmsdóttir
Ágúst Már Garðarsson Bjarni Karlsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Áslaug Friðrksdóttir
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson