Velferðarráð - Fundur nr. 140

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 11. ágúst var haldinn 140. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:10 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ágúst Már Garðarsson, Bjarni Karlsson, Áslaug Friðriksdóttir, Geir Sveinsson og Þorleifur Gunn-laugsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Sigríður María Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Koma sex kvótaflóttamanna úr verkefninu, Konur í hættu, lagt fram bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 9. ágúst 2010.
Velferðarráð samþykkir beiðni Félags- og tryggingarmálaráðuneytisins, dags. 9. ágúst 2010, um samstarf um að bjóða flóttamönnum frá Kolumbíu úr verkefninu Konur í hættu til Íslands með ánægju.

2. Þjónusta í smáhýsum, lagt fram minnisblað Velferðarsviðs dags. 10. ágúst 2010. Skrifstofustjóri Velferðarsviðs fylgir minnisblaðinu eftir.
Jafnframt lögð fram sem trúnaðarmál áfangaskýrsla eftirlitsmanna Reykjavíkurborgar í smáhýsum á Granda.

Tillaga:
Velferðarráð samþykkir að gerð verði úttekt á því hvernig til hefur tekist með búsetu fólks í smáhýsum á Granda og þeirri þjónustu sem þar hefur verið veitt. Úttektin verði kynnt velferðarráði á fundi ráðsins þann 8. september nk.
Samþykkt einróma.

Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að trúnaður um áfangaskýrslu eftirlitsmanna Reykja-víkurborgar í smáhýsum á Granda verði aflétt.
Velferðarráð frestar afgreiðslu á tillögu Vinstri grænna um að aflétta trúnaði á áfangaskýrslu. Áður en tillagan verður afgreidd skal leitað álits Persónuverndar og skrifstofustjóra borgarstjórnar / borgarlögmanns um hvernig skuli meðhöndla þessa áfangaskýrslu.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun.
Það var með ólíkindum hversu erfiðlega velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna gekk að fá áfangaskýrslu eftirlitsmanna með smáhýsum við Granda. Formaður ráðsins flutti þau skilaboð til ráðsfulltrúa Vintri grænna í gær að ekki stæði til að afhenda honum skýrsluna þar sem hún væri „vinnugagn“. Það tókst þó með harðfylgi að fá skýrsluna senda til með gögnum fyrir þennan fund. Skýrslan sem hér liggur fyrir er lögð fram sem trúnaðarmál en að mati velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna hafa engin haldbær rök verið lögð fram á fundinum fyrir því að svo sé. Í skýrslunni eru engar persónurekjanlegar upplýsingar eða annað sem skaðað getur þjónustuþega borgarinnar. Þar eru hinsvegar margar hagnýtar tillögur og raunsætt mat á stöðunni sem gæti gagnast almennri umræðu um málaflokkinn. Það er von velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna að núverandi meirihluti taki ekki í arf þá leyndarhyggju sem tíðkaðist í tíð síðasta meirihluta en skemmst er að minnast deilna um skýrslu um heimili fyrir karla í áfengisvanda sem barst seint um síðir vegna harðfyglis þáverandi minnihluta en í honum sat núverandi formaður ráðsins. Það er ekki í anda kosningastefnu Besta flokksins né samstarfsyfirlýsingar þeirra og Samfylkingar að verið sé að skerða gagnsæi og opna og aðgengilega stjórnsýslu.

Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun.
Mikilvægt er að opinber umræða um þjónustu við utangarðsfólks sé tekin á grundvelli gagna þar sem fram koma sjónarmið allra aðila sem koma að málum. Sú áfangaskýrsla sem lögð var fram í velferðarráði í dag sem trúnaðarmál er skýrsla tveggja eftirlitsmanna. Sjónarmið íbúa, fjölmargra samstarfsaðila og annarra starfsmanna Velferðarsviðs sem þjónusta íbúa smáhýsanna koma ekki fram. Formanni ráðsins hafði verið skýrt frá að skýrslan ætti ekki heima í velferðarráði þar sem hún innihéldi upplýsingar sem væru persónurekjanlegar og hún hefði ekki verið skrifuð m.t.t. til opinberrar birtingar. Formaður gat ekki lagt mat á skýrsluna þar sem hann sá hana ekki fyrr en samkomulag hafði verið gert um að leggja hana fram í trúnaði.
Það er álit meirihluta velferðarráðs sem nú hefur fengið skýrsluna í hendur sem trúnaðarmál að það væri ekki örfáum íbúum smáhýsanna til hagsbóta að aflétta trúnaði á skýrslunni. Leynd verður ekki stunduð þar sem opin og gagnsæ stjórnsýsla er mjög mikilvæg, en hún á ekki að vera á kostnað þeirra skjólstæðinga sem velferðarkerfið þjónar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að þess sé vel gætt að öll þau gögn sem hugsanlega eru þess eðlis að þau geti fallið undir lög um persónuvernd fái varkára málsmeðferð. Slíkt er hér gert og var einnig gert á sínum tíma þegar málefni heimilis fyrir karla í áfengisvanda voru rædd. Ásökunum Vinstri grænna um að slík vinnubrögð geti talist til leyndarhyggju síðasta meirihluta er algjörlega vísað á bug.

3. Stöðumat á stefnu í málefnum utangarðsfólks 2008-2012.
Verkefnisstjóri á skrifstofu velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Tillaga frá fulltrúa Vinstri grænna um skipun fimm manna nefndar kjörinna fulltrúa til að kortleggja stöðu utangarðsfólks í Reykjavík og leggja fram heildrænar tillögur um málaflokkinn innan tveggja mánaða. Starfsmaður nefndarinnar verði framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða og skal nefndin leggja sérstaka áherslu á að nýta þekkingu þeirra sem vinna með utangarðsfólki.
Tillagan felld með 6 atvkæðum gegn 1.

Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun.
Á síðasta ári var staða utangarðsfólks kortlögð og rannsökuð af Velferðarsviði og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Í lok árs 2008 var samþykkt stefna í málefnum utangarðsfólks sem nær til ársins 2012, sem unnin hafði verið af kjörnum fulltrúum m.a. tillöguflytjanda. Í nýju stöðumati kemur fram að þjónusta við þennan hóp borgarbúa hefur þróast og aukist frá því stefnan var samþykkt 2008 m.a. með aðstöðu til dagdvalar, færanlegu Heilsuhýsi sem sinnir heilsuvernd fyrir jaðarhópa og nýju stöðugildi félagsráðgjafa sem sinnir utangarðsfólki á vettvangi. Á næstu vikum verður opnað heimili fyrir utangarðskonur. Samráðshópur um málefni utangarðsfólks hefur leitt stefnumótandi umræðu um málaflokkinn með góðum árangri. Að ofansögðu er ljóst að ekki er þörf á sérstökum stýrihópi um málið.
Ljóst er að áfram verður unnið að því að bæta þjónustuna og vinna samkvæmt gildandi stefnu og nefna má sérstaklega að á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt að gera sérstaka úttekt á því hvernig til hefur tekist með búsetu fólks í smáhýsum og þeirri þjónustu sem þar hefur verið veitt.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Nú þegar meirihlutinn hefur hafnað tillögu um nefnd kjörinna fulltrúa sem átti að hafa það verkefni að kortleggja stöðu utangarðsfólks í Reykjavík vill fulltrúi Vinstri grænna fá skrifleg svör við eftirfarandi spurningum:
1. Hvaða áætlanir hefur meirihlutinn um bætta stöðu utangarðsfólks í Reykjavík umfram það sem áður var ákveðið.
2. Eru uppi áætlanir um að endurskoða samninga við Samhjálp?
3. Eru uppi áætlanir um að bæta stöðu þeirra sem búa í gistiskýlum og færanlegum húsum?
4. Eru uppi áætlanir um að bæta stöðu fatlaðra og eldri borgar úr röðum utangarðsfólks?
5. Hyggst meirihlutinn vinna þessi mál að einhverju leiti með minnihlutanum eða mun umræðan eingöngu fara fram í ráðinu í kjölfar tillagna?

Óskar Dýrmundur Ólafsson vék af fundi kl. 14.50.

4. Undirbúningur frumvarps að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011og þriggja ára áætlun 2012-2014, lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 9. júlí 2010.
Sviðstjóri og fjármálstjóri gerðu grein fyrir málinu.

5. Þjónusta við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Skipan stýrihóps sbr. samþykkt borgarráðs 8. júlí s.l., lagt fram til kynningar.

6. Fjárhagsaðstoð. Framvinda vinnu vegna samþykktar velferðarráðs frá 30. júní 2010 um kostnaðarútreikninga við hækkun fjárhagsaðstoðar.
Frestað.

7. Yfirlit yfir samstarfssamninga og styrki, lagt fram til kynningar.

8. Yfirlit yfir fjölda áfrýjunarmála janúar til júlí 2010, lagt fram til kynningar.

9. Lykiltölur Velferðarsviðs janúar til maí 2010, lagðar fram til kynningar.

10. Bókhaldsstaða Velferðarsviðs janúar til maí 2010, kynnt.

11. Þjónustusamningar um rekstur og forstöðu fjölskylduheimila, lagðir fram til kynningar.

12. Samstarfssamningur Velferðarsviðs, ÍTR og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Miðbæjarathvarfs lagður fram til kynningar.

Stella K. Víðisdóttir vék af fundi kl. 15.05.

13. Tillaga fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði um könnun á því hvort fordómar í garð vímuefnaneytenda skaði möguleika þeirra til viðunandi heilbrigðisþjónustu.
Frestað.

Fundi slitið kl. 15.30

Björk Vilhelmsdóttir
Margrét Kristín Blöndal Ágúst Már Garðarsson
Bjarni Karlsson Áslaug Friðriksdóttir
Geir Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson