Velferðarráð - Fundur nr. 14

Velferðarráð

SAMSTARFSNEFND UM LÖGGÆSLUMÁLEFNI

Ár 2005, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn 14. fundur samstarfsnefndar um löggæslumálefni á kjörtímabilinu. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur að loknum sameiginlegum fundi samstarfsnefndarinnar og hverfisráðs Miðborgar (sjá fundargerð hverfisráðsins) og hófst kl. 13.22. Viðstödd voru Sigrún Elsa Smáradóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Geir Jón Þórisson og Ingimundur Einarsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram bráðabirgðaúttekt leyfadeildar lögreglustjórans í Reykjavík á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi, dags. 9. þ.m., ásamt minnisblaði Óskars Bjartmarz varðstjóra, dags. 14. s.m.
Vísað til skrifstofustjóra framkvæmdasviðs til skoðunar.

2. Rætt um yfirstandandi endurskoðun á samþykkt um hundahald í Reykjavík.

Fundi slitið kl. 13.35

Sigrún Elsa Smáradóttir

Gísli Marteinn Baldursson Ingimundur Einarsson
Geir Jón Þórison