Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2010, föstudaginn 18. júní var haldinn 137. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 9.00 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Ágúst Már Garðarsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Haukur Jóhannsson, Hanna Lára Steinsson, Elín Sigurðardóttir, Óskar Örn Guðbrandsson, Bjarni Karlsson, Lárus R. Haraldsson, Sveinn H. Skúlason og Jórunn Frímannsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning: Aðal- og varamenn velferðarráðs.
2. Fundaáætlun velferðarráðs.
Stefnt er að því að fastir fundir velferðarráðs verði 2. og 4. miðvikudag í mánuði og hefjist kl. 11.30. Næsti fundur ráðsins verður miðvikudaginn 30. júní nk.
Stefnt er að starfsdegi þann 11. ágúst nk.
3. Lögð fram samþykkt fyrir velferðarráð. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir þagnarskyldu og undirritun yfirlýsingar þess efnis.
4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar um kosningu í velferðarráð 15. júní 2010.
Sveinn H. Skúlason vék af fundi kl. 10.15.
5. Kosning varaformanns velferðarráðs.
Formaður velferðarráðs lagði til að Margrét Kristín Blöndal yrði kjörin varaformaður velferðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
6. Kosning eins fulltrúa meirihluta og eins fulltrúa minnhluta í áfrýjunarnefnd velferðarráðs og varamanna.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga um kosningu fulltrúa í áfrýjunarnefnd velferðarráðs:
Fulltrúar af hálfu meirihluta: Björk Vilhelmsdóttir sem aðalmaður og Ágúst Már Garðarsson sem varamaður.
Fulltrúar af hálfu minnihluta: Jórunn Frímannsdóttir sem aðalmaður og Áslaug Friðriksdóttir sem varamaður.
Af hálfu Velferðarsviðs: Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarmála sem aðalmaður. Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri sem fyrsti varamaður, Birna Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og verkefnisstjóri sem annar varamaður.
Samþykkt samhljóða.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 10.20.
7. Kynning á Velferðarsviði. Sviðsstjóri annaðist kynninguna.
8. Fundarmenn undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.
Fundi slitið kl. 11.30
Björk Vilhelmsdóttir
Margrét Kristín Blöndal Ágúst Már Garðarsson Elsa Hrafnhildur Yeoman Haukur Jóhannsson
Hanna Lára Steinsson Elín Sigurðardóttir
Óskar Örn Guðbrandsson Bjarni Karlsson
Lárus R. Haraldsson