No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2010, miðvikudaginn 9. júní var haldinn 136. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 17.15 að Nauthóli, Nauthólsvegi 106. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Elín Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga varðandi starfsendurhæfingarúrræðið Ekron.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram tillögu um að fresta málinu til næsta fundar.
Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með fjórum atkvæðum gegn einu.
Tillaga varðandi starfsendurhæfingarúrræðið Ekron var borin upp til atkvæða.
Tillagan var samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
2. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
3. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – mars 2010.
4. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra dags. 18. maí s.l. varðandi tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2011.
5. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Heilsugæslu höfuðborgar-svæðisins um læknisþjónustu á Droplaugarstöðum og í Seljahlíð
6. Lögð fram til kynningar samningur Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Áss- styrktarfélags varðandi heimaþjónustu til einstaklinga sem félagið veitir frekari liðveislu.
7. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 26. maí.
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði ítrekar enn og aftur mikilvægi þess að greint sé milli kynja við söfnun og úrvinnslu gagna skv. jafnréttislögum. Þrátt fyrir sameiginlega bókum velferðarráðs þessa efnis við kynningu síðustu ársskýrslu hefur ekki verið gerð bragarbót á. Vinstri græn leggja það til að ársskýrslan verði endurútgefin í rafrænni útgáfu með lögbundnum upplýsingum.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna í Velferðarráði harmar að ráðið skuli ekki sjá sér fært að fara að lögum við útgáfu ársskýrslu. Söfnun og úrvinnsla gagna á að sjálfsögðu að vera í samræmi við jafnréttislög og telur fulltrúinn brýnt að héðan í frá verði allar upplýsingar kyngreindar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar lögðu fram
eftirfarandi bókun:
Við gerð ársskýrslu fyrir árið 2009 var leitast við að kyngreina upplýsingar eftir föngum. Ljóst er þó að betur má gera í vissum tilfellum, sérstaklega varðandi málefni aldraðra. Kostnaður við endurútgáfu væri nokkur og ekki þykir ástæða til að leggja í hann vegna þessa.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð samþykkir að greint sé á milli kynja við söfnun og úrvinnslu gagna hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar samkvæmt jafnréttislögum. Ráðið telur mikilvægt að kyngreind gögn liggi til grundvallar allrar vinnu sviðsins og að framsetning gagna sé ætíð með þeim hætti að hægt sé að greina stöðu hvors kyns um sig.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið kl. 18.20
Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Elínbjörg Magnúsdóttir
Hallur Magnússon Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Elín Sigurðardóttir