Velferðarráð - Fundur nr. 134

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 12. maí var haldinn 134. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.25 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Elínbjörg Magnúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram samantekt á störfum Samráðshóps um forvarnir mars 2009 – apríl 2010.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Lagt fram minnisblað um tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar frá 10. febrúar s.l. um að útfæra hugmyndir um hvort eigi að veita og þá hvernig sérstaka fjárhagsaðstoð til barna sem búa við atvinnuleysi beggja foreldra.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.

3. Lögð fram til kynningar lokaskýrsla stýrihóps um búsetuúrræði eldri borgara í Reykjavík.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn þann 12. febrúar sl. um leiguverð og gjöld í sérhönnuðu íbúðarhúsnæði fyrir eldri borgara í Reykjavík. Fram kemur í nýrri skýrslu um búsetuúrræði fyrir eldri borgara að unnið sé að þessu og lokið er 60#PR af vinnunni. Óskað er eftir þessum upplýsingum sem allra fyrst. „Í ljósi upplýsinga í fjölmiðlum á undanförnum vikum um óheyrilega háa húsaleigu og búsetugjald í tilteknum íbúðum sem eru sérhannaðar fyrir eldri borgara er óskað eftir að Velferðarsvið afli upplýsinga um verð og leigugjald í sérhönnuðu íbúðahúsnæði sem í boði eru fyrir eldri borgara í Reykjavík og leggi fyrir velferðarráð. Mikilvægt er að fá fram heildarmynd af slíku verði, til að umræðan geti verið markviss“.

4. Lagt fram til kynningar svar borgarstjóra dags. 31. mars s.l. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar varðandi hlut og aðkomu Reykjavíkurborgar að sanngirnisbótum.

5. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur Velferðarsviðs/Barnaverndar Reykjavíkur og Spóa ehf. um rekstur fjölskylduheimilis.

6. Lagt fram bréf fræðslustjóra og sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs og Velferðarsviðs, dags. 6. maí sl. um Skólaselið í Keilufelli þar sem lagt er til að úrræðið verði formgert og fest í sessi sem eitt af sérúrræðum Reykjavíkurborgar fyrir börn á grunnskólaaldri. Jafnframt lagður fram núgildandi samstarfssamningur um Skólaselið.
Samþykkt.

7. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Velferðarsviðs og Námsflokka Reykjavíkur um verkefnið Starfskraft.

8. Lagt fram bréf frá velferðarvaktinni dags. 20. apríl vegna úrræða fyrir börn.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

9. Lagt fram til kynningar bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 20. apríl 2010 varðandi Hjúkrunarheimilið Suðurlandsbraut.

10. Lögð fram til kynningar samantekt yfir úthlutun umsókna vegna virkniverkefna fyrir einstaklinga sem fá fjárhagsaðstoð.

Fundi slitið kl.13.25

Jórunn Frímannsdóttir

Hallur Magnússon Elínbjörg Magnúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Drífa Snædal