Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2010, miðvikudaginn 10. mars var haldinn 129. fundur s og hófst hann kl. 12:20 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á starfsemi Heimaþjónustu Reykjavíkur.
Berglind Magnúsdóttir, forstöðumaður Heimaþjónustu Reykjavíkur, mætti á fundinn og kynnti starfsemina.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvaða heimaþjónusta er í boði fyrir þá Reykvíkinga sem fá heimaþjónustu og eru í mestri þörf fyrir utanaðkomandi aðstoð, bæði með heimilishald og persónulegar þarfir? Óskað er eftir raunsönnum dæmum um innihald þjónustunnar sem fólk fær í mismunandi aðstæðum og hvað þjónustan kostar annars vegar fyrir notandann og hins vegar fyrir Reykjavíkurborg ? Er til þjónustukönnun sem mælt hefur ánægju og eða óánægju þeirra sem nýta sér heimaþjónustu í Reykjavík? Hver er samfélagslegur kostnaður við að þjónusta fólk heima sem er á biðlista eftir að komast á hjúkrunarheimili, samanborið við kostnað við legu á hjúkrunarheimilum?
2. Lögð fram tillaga sviðsstjóra um fjárveitingu vegna undirbúnings yfirfærslu á málefnum fatlaðra. Greinargerð fylgir.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Lögð fram tillaga að breytingu á eldhúsinu á Lindargötu 57. Greinargerð fylgir.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað.
4. Lagt fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. mars 2010 ásamt ódags. bréfi Stígamóta um fjárbeiðni fyrir árið 2010 sem vísað er til velferðarráðs til meðferðar.
Sviðsstjóri lagði fram drög að svari.
Samþykkt samhljóða.
5. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
6. Lagt fram til kynningar frumvarp að þriggja ára áætlun 2011-2013.
7. Lagður fram til kynningar samningur Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða f.h. Velferðarsviðs og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands um rekstur Konukots
8. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Talþjálfunar Reykjavíkur um þjónustu talmeinafræðinga.
9. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá fundi velferðarráðs 10. febrúar s.l. varðandi fjármálanámskeið.
10. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 25. febrúar 2010 um hvort aðrar reglur gildi um unna vinnu starfsfólks á Velferðarsviði en á öðrum sviðum Reykjavíkurborgar.
11. Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulags- og byggingasviði dags. 9. febrúar 2010 varðandi niðurstöður samráðsfunda í hverfum borgarinnar vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkurborgar.
Haraldur Sigurðsson, skipulagssfræðingur á Skipulagssviði Reykjavíkurborgar, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Elínbjörg Magnúsdóttir vék af fundi kl. 14.12.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir vék af fundi kl. 14. 22
Fundi slitið kl. 14.30
Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Jóhanna Hreiðarsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Drífa Snædal