Velferðarráð - Fundur nr. 126

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 10. febrúar var haldinn 126. fundur s og hófst hann kl. 12:20 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Sif Sigfúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
Málinu er frestað til næsta fundar.

2. Lögð fram tillaga um leiguverð í þjónustuíbúðum í Fróðengi ásamt leigusamningi um þjónusturými.
Málinu er frestað til næsta fundar.

3. Lögð fram beiðni félags- og tryggingamálaráðuneytis til Velferðarsviðs dags. í dag um móttöku fólks frá Haiti.
Beiðnin var samþykkt samhljóða.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð Reykjavíkurborgar lýsir ánægju með hversu fljótt hefur verið brugðist við vegna óska ættingja íbúa Haiti sem hér búa, um að fá ættingja sína til Íslands sökum aðstæðna þeirra á Haiti á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar er mikil sérþekking á móttöku flóttamannahópa og samþykkir velferðarráð einróma beiðni félags- og tryggingamálaráðuneytisins um að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar útvegi verkefnisstjóra til að sjá um móttöku og utanumhald á verkefninu.

4. Lögð fram að nýju tillaga að úthlutun styrkja til velferðarmála fyrir árið 2010.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. janúar 2010 ásamt samantekt af vinnufundi atvinnumálahóps borgarráðs um atvinnumál aldurshópsins 13-18 ára.
Málinu er vísað til sviðsstjóra.

6. Kynnt þriggja ára áætlun 2011 – 2013.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

7. Lagt fram til kynningar minnisblað framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts dags. 1.febrúar 2010 um samstarf Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Heilsugæslunnar í Árbæ skv. samstarfssamningi dags. 14.mars 2008.

8. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi. Ennfremur lagðar fram til kynningar glærur um þróun helstu þjónustuþátta árið 2009 miðað við eldri ár.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

9. Lögð fram til kynningar fræðsluáætlun Velferðarsviðs fyrir vorönn 2010.

10. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um aukið samstarf á sviði öryggis- og forvarnamála.

11. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar:
Óskað er eftir að starfsfólk Velferðarsviðs útfæri hugmyndir um hvort eigi að veita og þá hvernig sérstaka fjárhagsaðstoð til barna sem búa við atvinnuleysi beggja foreldra. Í nýrri skýrslu Velferðarvaktarinnar kemur fram að á landsvísu eru 416 börn sem búa við þessar aðstæður.

Tillögunni er vísað til frekari skoðunar hjá sviðsstjóra.

12. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð samþykkir að halda sem fyrst starfsdag um hvernig Reykjavíkurborg getur samþætt opinbera þjónustu við íbúa og tekið við félagslegri þjónustu frá ríki við fólk með fötlun þannig að þjónustan muni þróast þannig að hún verði þeim sem hennar njóta til betra lífs og þeirra sem veita hana til sóma.

Málinu er frestað til næsta fundar.

13. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn
Í ljósi mikils greiðsluvanda margra um þessar mundir óska fulltrúar Samfylkingarinnar eftir heilstæðum upplýsingum um stöðu og fjölda þeirra lána sem Reykjavíkurborg hefur veitt fólki á grunvelli reglna um fjárhagsaðstoð. Í samantekt verði m.a. leitað svara við:
1. Hversu margir skulda Reykjavíkurborg vegna slíkra lána?
2. Hver eru kjör sem í boði eru og hverjar eru afborganir?
3. Hversu margir eru í vanskilum?
4. Eru fordæmi fyrir því að afskrifa lán til
a. einstaklinga?
b. hópa?

14. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn
Heyrst hefur að nú sé ekki í boði fyrir notendur þjónustumiðstöðva að fara á fjármálanámskeið eins og síðustu ár. Því er spurt hvaða fjármálanámskeið er verið að bjóða upp á, á vegum þjónustumiðstöðva Velferðarsviðs og samanburð við fyrri ár.

Fundi slitið kl. 14.10

Jórunn Frímannsdóttir
Eiríkur Sigurðsson Sif Sigfúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Drífa Snædal