Velferðarráð - Fundur nr. 1252

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 10. nóvember var haldinn 1252. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl.12.22 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteins-son, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kolbeinn Már Guðjónsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhalls-dóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrsla um tilraunaverkefni á “Samþættingu félagslegrar heima-þjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík”, september 2004. Framkvæmdastjóri þjónustusviðs gerði grein fyrir málinu.
Berglind Magnúsdóttir, verkefnastjóri kynnti verkefnið.
Félagsmálaráð samþykkti að fylgja verkefninu eftir með viðræðum við heil-brigðisráðherra með þátttöku embættismanna.

2. Lögð fram 9 mánaða bókhaldsstaða ársins 2004 ásamt greinargerðum vegna 9 mánaða stöðu. Einnig lögð fram greining á bundnum liðum eftir fyrstu 9 mánuði ársins.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs og framkvæmdastjóri þjónustusviðs gerðu grein fyrir málinu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn með greinar-gerðar um 9 mánaða stöðu 2004:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir þungum áhyggjum sínum yfir því hve margir fá ekki nauðsynlega heimaþjónustu og stuðningsþjónustu vegna þess hve erfitt hefur reynst að fá fólk til að sinna þessum störfum. Að þessu tilefni er óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvaða laun eru í boði fyrir þessi störf ?
2. Hvað telja deildarstjórar nauðsynlegt að gera til að fólk fáist til að sinna þessum störfum ?
3. Er hugsanlega of lítill munur á fjárhagsaðstoð og atvinnuleysisbótum annars vegar og taxtalaunum hinsvegar ?
4. Til hvaða aðgerða hyggst R-listinn grípa til tryggja að hægt verði að bjóða upp á nauðsynlega heimaþjónustu og stuðningsþjónustu ?

Stefán Jóhann Stefánsson lagði fram fyrirspurn varðandi það hversu algengt það sé að notendur heimaþjónustu afþakki þjónustuna í þeim tilfellum er fastur starfsmaður er í leyfi.

3. Lögð fram til kynningar drög að reglum fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Jafnframt var lögð fram greinargerð forstöðumanns lögfræðisviðs dags. 8. nóvember 2004.
Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt var að fresta málinu og fara fram á umsagnir hagsmunaaðila og rekstraraðila.

4. Lögð fram til kynningar greinargerð framkvæmdastjóra þjónustusviðs dags. 8. nóvember sl. um framvindu framkvæmda á Droplaugarstöðum.

5. Lagt fram yfirlit yfir sérstakar húsaleigubætur mánuðina mars til september 2004.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi bókun:
Þær upplýsingar sem fyrir liggja um sérstakar húsaleigubætur fyrir það fólk sem býr við erfiðar aðstæður sýna að bæturnar hafa skilað tilgangi sínum. Fólk nýtir sér þessar bætur í auknum mæli og hefur því betri möguleika til þess að búa í húsnæði að eigin vali. Að auki hefur þetta dregið úr þeirri umfram-eftirspurn sem verið hefur eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum hf.

6. Lögð fram drög að dagskrá vegna opins fundar félagsmálaráðs 24. nóvember nk.

7. Lagt fram yfirlit yfir biðlista vegna félagslegs leiguhúsnæðis, þjónustuíbúða og hjúkrunarrýma 1. nóvember 2004.

8. Lögð fram trúnaðarbók frá 27. október og 3. nóvember sl. ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

9. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 28.október sl.

10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun vegna áfrýjunarfunda:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla harðlega þeim vinnubrögðum sem formaður félagsmálaráðs viðhefur varðandi tímasetningu áfrýjunarfunda en þau einkennast af hringlandahætti og vanvirðingu við tíma og störf annarra fundarmanna sem og embættismanna Félagsþjónustunnar.

Fundi slitið kl. 13.30

Björk Vilhelmsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Stefán Jóhann Stefánsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir
Kolbeinn Már Guðjónsson