Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 27. október var haldinn 1251. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl.12.25 að Síðumúla 39. Mættir: Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jóhann Stefáns-son, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Helga Jóna Benedikts-dóttir, sem skráði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2005.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
Björk Vilhelmsdóttir mætti á fundinn kl. 12.27.
2. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 12. október sl. um hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
3. Lögð fram að nýju samantekt framkvæmdastjóra ráðgjafarsviðs dags. 17. september sl. um fjölda þeirra sem hafa fengið lækkun á grunnupphæð til framfærslu vegna höfnunar á atvinnu.
Framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs gerði grein fyrir málinu.
4. Lagt fram yfirlit gjaldskrár fyrir salarleigu á félags- og þjónustumiðstöðvum Félagsþjónustunnar og yfirlit gjaldskrár fyrir húsaleigu hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa.
Félagsmálaráð staðfesti yfirlitið.
5. Lögð fram tillaga um hækkun á gjaldskrá fyrir húsaleigu og fæði til íbúa í stuðningsþjónustu við geðfatlaða.
Tillagan er samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Alfreð Þorsteinsson vék af fundi kl. 12. 37.
6. Lagðar fram til kynningar auglýsingar um skiptidaga og málþing á vegum Félagsþjónustunnar.
Félagsmálastjóri kynnti málið.
7. Lögð fram trúnaðarbók frá 11. október og 21. október sl. ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.
8. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 14.október sl.
9. Lagðar fram til kynningar úthlutanir í hjúrkunarrými í september sl.
10. Rætt um fyrirhugaðan opinn fund félagsmálaráðs þann 24. nóvember nk.
Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu.
Margrét Einarsdóttir vék af fundi kl. 13.30.
Fundi slitið kl. 13.36.
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Margrét Sverrisdóttir