Velferðarráð - Fundur nr. 1244

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 9. júní var haldinn 1244. fundur félagsmálaráðs og hófst
hann kl.12:20 í fundarherbergi á 2. hæð í Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir,
Hafdís Júlía Hannesdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og
Margrét Einarsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A.
Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þórdís L. Þórhallsdóttir og Ólöf Finnsdóttir, sem
ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Lögð fram greinargerð forstöðumanns lögfræðiskrifstofu um framkvæmd
sérstakra húsaleigubóta dags. 7. júní 2004.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði nánari grein fyrir málinu ásamt
Guðmundi Sigmarssyni starfsmanni þróunarsviðs sem mætti á fundinn.

2. Lögð fram tillaga formanns félagsmálaráðs dags. 7. júní 2004 um hækkun
viðmiðunarfjárhæðar fjárhagsaðstoðar.
Samþykkt samhljóða.

3. Lögð fram til kynningar ársskýrsla Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
2003.

4 Lögð fram trúnaðarbók 7. og 14. maí ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun
áfrýjunarnefndar.

5. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundum 13. og 27. maí 2004.

6. Lagðar fram til kynningar úthlutanir hjúkrunarrýma í apríl og maí 2004.

7. Lagt fram yfirlit yfir greidd viðbótarlán á tímabilinu janúar til maí 2004 ásamt
yfirliti yfir samþykkt lánsloforð en óútgreidd.
Framkvæmdastjóri fjármálasvið gerði nánari grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 13:20
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Hafdís Júlía Hannesdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir