Velferðarráð - Fundur nr. 1242

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 28. apríl var haldinn 1242. fundur félagsmálaráðs og hófst
hann kl.12:20 í fundarherbergi á 2. hæð í Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir,
Stefán Jóhann Stefánsson, Hafdís J. Hannesdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og
Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna:
Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir og Helga J. Benediktsdóttir, sem ritaði
fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga forstöðumanns lögfræðiskrifstofu og framkvæmdastjóra
ráðgjafar- og þjónustusviðs dags. 23. febrúar sl. ásamt endurskoðuðum
drögum að reglum um stuðningsþjónustu. Jafnframt lögð fram að nýju til
kynningar drög að verklagsreglum um stuðningsþjónustu ásamt endurskoðuðu
greiningartæki.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
Reglurnar eru samþykktar með fimm samhljóða atkvæðum með áorðnum
breytingum.
2. Lögð fram tillaga forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 26. apríl sl. að
breytingu á 7. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar
húsaleigubætur ásamt viðbótarákvæði við 7. gr. verklagsreglnanna.
Formaður félagsmálaráðs og félagsmálastjóri gerðu grein fyrir málinu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
,,Sérstakar húsaleigubætur tóku gildi 1. mars sl. og var ætlun R-listans í
borgarstjórn að leysa húsnæðisvandann í borginni með þeim. Fljótlega
kom hins vegar í ljós að sérstöku húsaleigubæturnar hafa ekki náð til
þeirra sem þær voru upphaflega ætlaðar vegna þess að þeir sem
hugsanlega gætu nýtt sér bæturnar hafa það ekki nægilega slæmt og
uppfylla þar af leiðandi ekki skilyrðin.
Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu í borgarstjórn 2.
október 2003 um að skipaður yrði starfshópur til að fjalla um og leita
leiða til að draga úr þeim mikla húsnæðisvanda sem blasir við öllum
þeim einstaklingum og fjölskyldum sem eru á biðlista eftir félagslegu
leiguhúsnæði í borginni. Starfshópurinn hefði ennfremur það verkefni
að setja fram tillögur til að gera það eftirsóknrvert fyrir einstaklinga og
byggingafyrirtæki að byggja og leigja út félagslegar leiguíbúðir á
hinum almenna húsnæðismarkaði.
R-listinn hefur sífellt færst undan að svara tillögunni með fullnægjandi
hætti og sífellt vísað á hinar sérstöku húsaleigubætur. Þær taka hins
vegar ekki heildstætt á þeim mikla húsnæðisvanda sem mörg hundruð
Reykvíkingar standa frammi fyrir í dag. Staðreyndin er sú að tillögur
R-listans um sérstakar húsaleigubætur hafa ekki leitt til raunhæfra
úrbóta og óvíst að þær muni styrkja hinn almenna leigumarkað.“
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
,,Fram hefur komið að byggingaaðilar skynja aukna eftirspurn eftir
leiguhúsnæði eftir að sérstakar húsaleigubætur tóku gildi.
Miðað við útgáfu lánsloforða Íbúðalánasjóðs til byggingar leiguíbúða
og yfirlýst áform um byggingaframkvæmdir, m.a. vegna tilkomu
sérstakra húsaleigubóta, er rökrétt að draga þá ályktun, að þær muni
hafa jákvæð áhrif á hinn almenna leigumarkað fyrir íbúðarhúsnæði. Því
er engin ástæða til þess að reyna að draga kjark úr fólki með þeim hætti
sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera með bókun sinni.“

3. Lagt fram yfirlit yfir fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar fyrir janúar, febrúar
og mars 2004 til samanburðar við sömu mánuði ársins 2003.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram til samþykktar stefnukort Félagsþjónustunnar í Reykjavík fyrir árið
2005.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

5. Málefni heimilislausra.
a. Gistiskýlið
b. Heimilislausar konur.
Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu og lagði fram minnisblað,
dags. 19. apríl 2004, unnið af formanni félagsmálaráðs og framkvæmdastjóra
ráðgjafarsviðs.
Félagsmálaráð samþykkti að fela félagsmálastjóra að kanna möguleika á að
finna nýtt og hentugt húsnæði sem nýst gæti heimilislausum konum og
körlum.

6. Lagðar fram til kynningar úthlutanir í hjúkrunarrými í febrúar og mars sl.

7. Lögð fram trúnaðarbók 31. mars og 16. apríl ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun
áfrýjunarnefndar.

8. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundum 1. og 15 apríl sl.

9. Önnur mál.
a. Lagt fram svar borgarstjóra dags. 20. apríl sl. til borgarráðs við
fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tillögu að
fyrirkomulagi á stjórnkerfi barnaverndarmála í Reykjavík og tengslum
barnaverndarnefndar og félagsmálaráðs.
b. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. apríl 2004 varðandi
málsmeðferðarreglur borgarráðs um áfengisveitingar í og við
íþróttamannvirki.
Formanni og félagsmálastjóra er falið að vinna málið.

Fundi slitið kl. 14.10
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Hafdís J. Hannesdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir
Margrét Sverrisdóttir