Velferðarráð - Fundur nr. 123

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2009, miðvikudaginn 16. desember var haldinn 123. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.15 hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur, Álfabakka 16. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Sif Sigfúsdóttir, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir Hörður Hilmarsson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Þorsteinn Hjartarson, Sigtryggur Jónsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Aðalbjörg Traustadóttir, Lóa Birna Birgisdóttir, Sigþrúður E. Arnardóttir, Sólveig Reynisdóttir, Halldóra D. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdótttir, Berglind Magnúsdóttir og og Helga J. Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á samþættri heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, mætti á fundinn og kynnti málefnið.

Eftirtaldir starfsmenn viku af fundi kl. 13.15: Þorsteinn Hjartarson, Sigtryggur Jónsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Aðalbjörg Traustadóttir, Lóa Birna Birgisdóttir, Sigþrúður E. Arnardóttir, Sólveig Reynisdóttir, Halldóra D. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdótttir og Berglind Magnúsdóttir.

2. Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr forvarnarsjóði velferðarráðs Reykjavíkurborgar
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Eiríkur Sigurðsson vék af fundi kl. 13.40.
Sif Sigfúsdóttir vék af fundi kl. 13.50.
Tillagan var samþykkt með áorðnum breytingum.

3. Kynnt bókhaldsstaða 31. október 2009.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

4. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – október 2009, bráðabirgðatölur fyrir nóvember 2009.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóvember s.l. varðandi skipan sviðsstjóra í ráðgefandi nefnd fyrir stjórn og starfsmenn sambandsins um verkefni sveitarfélaga á sviði félagsþjónustu og flutning verkefna á því sviði frá ríki til sveitarfélaga.

6. Lagt fram svar sviðsstjóra dags. 16. desember 2009 við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar frá fundi velferðarráðs 9. desember s.l. varðandi tillögu sem borgarstjórn vísaði til Velferðarsviðs um úttekt á þróun, stöðu og afleiðingum ójöfnuðar í samfélaginu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

7. Sviðsstjóri lagði fram til kynningar breytingatillögu varðandi fjárhagsaðstoð til framfærslu sem samþykkt var fram á fundi borgarstjórnar 15. desember sl.

Fundi slitið kl. 15.35

Jórunn Frímannsdóttir
Hallur Magnússon Björk Vilhelmsdóttir
Drífa Snædal