Velferðarráð - Fundur nr. 1160

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2001, miðvikudaginn 23. maí var haldinn 1160. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:15 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Hreinn Hreinsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga um úthlutun viðbótarlána dags. 23. maí 2001. Skrifstofustjóri húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, dags. 23. maí 2001.

3. Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignaskiptayfirlýsinga. Skrifstofustjóri húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram yfirlit Félagsbústaða um kaup á íbúðum 1999, 2000 og 2001.

5. Lögð fram umsögn stjórnar Droplaugarstaða dags 21. maí 2001 um tillögu frá minnihluta félagsmálaráðs frá 9. maí 2001. Ingibjörg Bernhöft forstöðumaður Droplaugarstaða mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

6. Lögð fram tillaga félagsmálastjóra dags 22. maí 2001 vegna samnings við Geðhjálp. Samþykkt.

7. Lögð fram skipulagsskrá fyrir sjálfseignarstofunina Fjölsmiðjuna ásamt yfirlýsingu stofnaðila Fjölsmiðjunar dags 15. mars 2001. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi kl. 12:50

8. Lögð fram áfangaskýrslan “Vinna með langtímaatvinnulausum notendum Félagsþjónustunnar í Reykjavík sem eru án bótaréttar” (borgarhluti I). Hulda Gunnarsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

9. Lagðar fram að nýju styrkumsóknir frá Bandalagi kvenna í Reykjavík og Bernskunni, Íslandsdeild OMEP. Samþykkt að veita Bandalagi kvenna í Reykjavík kr. 50.000.- og Bernskunni Íslandsdeild, OMEP kr. 100.000.-

10. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók dags. 16. maí 2001

11. Önnur mál Rætt um verkfall þroskaþjálfa.

Fundi slitið kl. 13:30

Helgi Hjörvar

Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson
Ólafur F. Magnússon