Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Ár 2001, miðvikudaginn 25. apríl 2001 var haldinn 1156. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:25 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Hreinn Hreinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Guðrún Árnadóttir Sigríður Jónsdóttir, Stella Víðisdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem skráði fundargerð.
Þetta gerðist:
1 Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 25. apríl 2001.
Skrifstofustjóri húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána dags. 25. apríl 2001.
3. Lögð fram að nýju skýrsla PricewaterhouseCoopers um lokun Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur. Ennfremur lögð fram umsögn starfshóps á vegum félagsmálaráðs um húsnæðismál dags. 9. apríl 2001 og endurskoðuð drög að þjónustusamningi við Félagsbústaði.
Skrifstofustjóri húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir umsögn starfshópsins og framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir þjónustusamningum.
Drög að þjónustusamningi milli Félagsþjónustunnar og Félagsbústaða voru samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Þjónustusamningarnir varða annars vegar umsjón með innlausn og sölu félagslegra íbúða og hins vegar umsjón með kaupleiguíbúðum í eigu borgarinnar.
4. Lögð fram samantekt framkvæmdastjóra fjármálasviðs dags. 24. apríl 2001 um fyrirkomulag innkaupa.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
5. Lögð fram ársskýrsla samráðsnefndar um húsleigubætur fyrir árið 2000.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
6. Lagt fram mat á árangursmælikvörðum Félagsþjónustunnar.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
7. Lagt fram að nýju byggingu leiguíbúða í Grafarholti dags. 6. mars 2001.
Formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir málinu.
8. Lagður fram yfirlit yfir biðlista dags. 24. apríl 2001 eftir félagslegu leiguhúsnæði, hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum. Ennfremur lagt fram yfirlit yfir þróun biðtíma í hjúkrunarrýmum frá 1996, þjónustuíbúðum og félagslegu leiguhúsnæði frá 1999.
9. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 4. apríl og 18. apríl 2001.
10. Félagsmálastjóri kynnti ráðstefnu í Áskirkju um “Sjálfboðið starf meðal aldraðra.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir komu sendinefndar frá Odense sem kemur til að kynna sér upplýsingatækni á vegum Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 14.30
Helgi Hjörvar
Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson Jóna Gróa Sigurðardóttir