Velferðarráð - Fundur nr. 1155

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ Ár 2001, miðvikudaginn 4. apríl 2001 var haldinn 1155. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12:25 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Guðrún Árnadóttir, Þórdís L. Þórhallsdóttir, og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð. Þetta gerðist: 1.. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 4. apríl 2001. Skrifstofustjóri Húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu. Samþykkt. 2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána dags. 4. apríl 2001. 3. Lagður fram samningur Félagsþjónustunnar í Reykjavík um árangursstjórnun við fjölskyldumiðstöðina Sólvallagötu 10, ásamt tilraunasamningi um árangursstjórnun og formi fyrir tilraunasamning. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs og forstöðumaður fjölskyldumiðstöðvarinnar gerðu grein fyrir málinu. Samþykkt með breytingu um eftirlit með framvindu samningsins. 4. Lögð fram dagskrá námskeiðs um félagsþjónustu sveitarfélaga á tímamótum sem haldið er í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 5. og 6. apríl n.k. 5. Lögð fram ársskýrsla unglingaathvarfsins í Keilufelli 5 fyrir árið 1999. 6. Lögð fram kynning fjármáladeildar Ráðhússins á breyttum leikreglum um yfirfæslu fjárveitinga milli ára. 7. Lögð fram til kynningar úthlutanir þjónustuíbúða, vist- og hjúkrunarrýma í febrúar 2001. 8. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 28. mars 2001. 9. Önnur mál: Félagsmálaráð samþykkir að fela áfrýjunarnefnd félagsmálaráðs að afgreiða einstaklingsmál á grundvelli ákvæða húsnæðislaga nr. 44/1998 og gildandi reglna sveitarfélagsins þar um. Afgreiðsla áfrýjunarnefndar verður að því loknu lögð fyrir félagsmálaráð. Fundi slitið kl. 13:25 Helgi Hjörvar Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson Jóna Gróa Sigurðardóttir