Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ
Fundur í Félagsmálaráði Reykjavíkurborgar 28. mars 2001 kl. 12:10 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Hreinn Hreinsson, Sólveig Jónasdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Guðrún Árnadóttir, Guðrún Frímanns-dóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð.
Dagskrá
1. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 28. mars 2001.
Skrifstofustjóri húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána dags. 28. mars 2001.
3. Lagt fram bréf forstöðumanns stjórnunarsviðs Hrafnistu dags. 28. febrúar 2001 varðandi uppsögn á samningi um heimaþjónustu í íbúðum við Jökulgrunn og Kleppsveg 62.
4. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. mars 2001 um styrkumsókn áfanga-heimilisins Krossgatna.
Vísað til umsagnar þróunarsviðs.
5. Lögð fram að nýju lokaskýrsla um Skrifstofu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur ásamt drögum að:
· reglum um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starfsmönnum Skrifstofu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur
· reglur um samskipti Skrifstofu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og annarra starfseininga Félagsþjónustunnar.
· Verklagsreglur varðandi verkaskiptingu Skrifstofu barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Fjölskylduþjónustunnar Miðgarðs í Grafarvogi við vinnslu barnaverndarmála.
Ennfremur lögð fram bókun Barnaverndarnefndar Reykjavíkur dags. 22. mars 2001 og umsögn framkvæmdastjóra Miðgarðs dags. 22. um drög að verklagsreglum á milli Skrifstofu barnaverndarnefndar Reykjavíkur og Miðgarðs.
Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri Skrifstofu Barnaverndarnefndar gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt með áorðnum breytingum.
7. Lögð fram ársskýrsla áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja fyrir árið 2000 og starfsáætlun ársins 2001.
8. Lagðar fram til kynningar úthlutanir og milliflutningar á almennum félagslegum leiguíbúðum frá 15. mars 2001.
8. Lögð fram trúnaðarbók frá 21. mars 2001.
Fundi slitið kl. 13:15
Helgi Hjörvar
Hreinn Hreinsson Sólveig Jónsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson