Velferðarráð
FÉLAGSMÁLARÁÐ Ár 2001 miðvikudaginn 7. febrúar var haldinn 1148. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 12. 15 að Þingholtsstræti 25. Mættir: Helgi Hjörvar, Hreinn Hreinsson, Páll R. Magnússon, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Ólafur F. Magnússon. Af hálfu starfs-manna: Lára Björnsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Grímur Atlason, Stella Víðisdóttir, Birna Sigurðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem skráði fundargerð. Einnig mætti á fundinn Óli Ágústsson, forstöðumaður Gistiskýlisins að Þingholtsstræti 25 Þetta gerðist: 1. Lögð fram ársskýrsla Gistiskýlisins að Þingholtsstræti 25 fyrir árið 2000. Óli Ágústsson, forstöðumaður, gerði grein fyrir málinu. 2. Lögð fram samantekt Gunnars Sandholts um heimilislausa einstaklinga í Reykjavík í nóvember - desesmber 2000 ásamt fylgigögnum Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Grímur Atlason gerði grein fyrir tillögum er fram koma í skýrslunni. Félagsmálaráð samþykkti ályktun þess efnis að komið verði á fót einu til tveimur heimilum til að hýsa 10-15 manns sem eru heimilislausir. Skipaður verði þriggja manna starfshópur á vegum Félagsþjónustunnar til að sjá um nánari útfærslu á málinu og til að gera kostnaðaráætlun þar að lútandi. Fundi slitið kl. 13.55. Helgi Hjörvar Hreinn Hreinsson Páll R. Magnússon Jóna Gróa Sigurðardóttir