Velferðarráð - Fundur nr. 1146

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2001, miðvikudaginn 17. janúar var haldinn 1146. fundur félagsmála-ráðs og hófst hann kl. 12:00 að Síðumúla 39. Mættir: Helgi Hjörvar, Guðrún Erla Geirsdóttir, Hreinn Hreinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Guðrún Árnadóttir og Ólöf Finnsdóttir sem skráði fundargerð. Þetta gerðist:

1. Lagðar fram tillögur um úthlutun viðbótarlána dags. 17. janúar 2001. Skrifstofustjóri Húsnæðisskrifstofu gerði grein fyrir málinu. Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit yfir heildarráðstöfun viðbótarlána, stöðu lánsfjár og framlags borgarsjóðs dags. 31. desember 2000.

3. Lögð fram skýrsla þróunarsviðs um viðhorf notenda til þjónustu borgarhluta-skrifstofa. desember 2000. Verkefnisstjóri og framkvæmdastjóri þróunarsviðs gerðu grein fyrir málinu.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 3. janúar 2001 um samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs.

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Krýsuvíkurskóla móttekið 14. janúar 2001 um umsókn um fjárhagsaðstoð vegna rekstrar áfangameðferðar. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja til félags- og heilbrigðismála á árinu 2002.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi kl. 12:50.

6. Lögð fram að nýju stefnumótun Félagsþjónustunnar í Reykjavík í málefnum útlendinga. Samþykkt með eftirfarandi breytingu: Félagsþjónustan leggur áherslu á skjót og örugg viðbrögð sé brotið á rétti útlendinga eins og annarra notenda.

7. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá 10. janúar 2001.

Fundi slitið kl. 13:05

Helgi Hjörvar

Guðrún Erla Geirsdóttir Hreinn Hreinsson
Ólafur F. Magnússon