Velferðarráð - Fundur nr. 110

Velferðarráð

Ár 2009, þriðjudaginn 26. ágúst var haldinn 110. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:15 að Höfðatorgi, Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Hallur Magnússon, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kosning varamanns minnihluta í áfrýjunarnefnd velferðarráðs.
Drífa Snædal var kosinn varamaður minnihluta í áfrýjunarnefnd velferðarráðs.

2. Lögð fram bókhaldsstaða, pr. 30. júní s.l., ásamt greinargerð fjármálastjóra.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

3. Rekstur hjúkrunarheimila velferðarsviðs. Rætt um Foldabæ. Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Foldabær hefur frá árinu 1994 verið heimili fyrir 8 konur sem ekki geta búið lengur heima hjá sér vegna heilabilunar. Heimilið er fyrirmynd að því hvernig öldrunar-þjónusta getur best verið, þar sem fólk býr við heimilislegar aðstæður og heldur fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Það er eindreginn vilji velferðarráðs að heimilið starfi áfram fyrir 8 konur og að tekið verði inn í þau pláss sem losnað hafa. Til að halda óbreyttum rekstri heimilisins þarf ríkisvaldið að koma með greiðslur fyrir dagvistun kvennanna. velferðarráð óskar eftir því að enn frekari áhersla verði lögð á viðræður við ríkið og að niðurstöður þeirra verða lagðar fyrir ráðið hið fyrsta.
Katrín Sif Stefánsdóttir, verkefnisstjóri á velferðarsviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstrarstöðu hjúkrunarheimila á vegum Velferðarsviðs.

4. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 17. júlí 2009, ásamt drögum að endurskoðuðum reglum um úthlutun styrkja á vegum hverfaráða.
Málinu er frestað.

5. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 17. júlí 2009, ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 24. júní s.l. sbr. samþykkt velferðarráðs 23. júní s.l. um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð og umsögn fjármálastjóra borgarinnar frá 14. júlí s.l.

6. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillögur til breytinga voru samþykktar nema hvað varðar breytingar á 20. gr. reglnanna þar er óskað frekari upplýsinga.

7. Lögð fram drög að skýrslu starfshóps, dags. júní 2009, um samhæfingu verklags við aðstoð og þjónustu við grunnskólanema sem glíma við fjölþættan vanda. Hulda Dóra Styrmisdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði, mætti á fundinn og kynnti skýrsluna.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar þá góðu vinnu sem lögð hefur verið í gerð þessara verklagsreglna. Mikilvægt er að koma í veg fyrir langvarandi rof á menntun og þjónustu við börn. Þessar verklagsreglur eru liður í því. Velferðarráð óskar eftir því að í lok skólaársins verði lagt fyrir ráðið mat á því hvernig til hafi tekist.

8. Lögð fram til kynningar ársskýrsla Skólaselsins í Keilufelli skólaárið 2008-2009.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar ársskýrslu Skólaselsins fyrir skólaárið 2008-2009. Jákvætt er að sjá hvað vel hefur tekist til við þetta verkefni þar sem brugðist hefur verið við þörfum nærsamfélagsins með náinni og góðri samvinnu milli sviða.
9. Lögð fram til kynningar bréf borgarráðs, dags. 6. júlí s.l. og 20. júlí s.l., um skipan pólitískra fulltrúa í aðgerðarhóp sem hafi það hlutverk að gera aðgerðaráætlun sem tryggi velferð barna í borginni eins og kostur er.

10. Lagt fram til kynningar samkomulag, dags. 15. júní s.l., velferðarsviðs Reykjavíkurborgar annars vegar og Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins hins vegar um rekstrarþætti vegna flutnings Miðstöðvar heimahjúkrunar til borgarinnar.

11. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – júní 2009 og bráðabirgðatölur fyrir júlí 2009
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn :
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir mögulegum skýringum velferðarsviðs á því að þeim fækkar umtalsvert það sem af er þessu ári sem fá greiddar heimildargreiðslur í fjárhagsaðstoð á sama tíma og þeim fjölgar sem eru á framfærslustyrk. Þá eru heimildargreiðslur 5#PR færri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra, en þeim fjölgar um 50#PR sem eru á fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þegar fátækt er að aukast í samfélaginu skýtur það mjög skökku við að sjá fækkun þeirra sem njóta heimildargreiðslna í formi aðstoðar vegna barna og greiðslur vegna tómstunda barna.

12. Lögð fram til kynningar greining á fjárhagsaðstoð og húsaleigubótum janúar – júní 2009.

13. Lagt fram til kynningar bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis dags. 20. júlí 2009 um skipan sviðsstjóra í verkefnisstjórn um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála.

14. Lagt fram minnisblað aðgerðarteymis velferðarsviðs, dags. 24. ágúst 2009.
Skrifstofustjóri velferðamála gerði grein fyrir málinu.

15. Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun vegna inflúensu, útgáfa 1.0.

16. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá fundi velferðaráðs 23. júní sl. vegna húsnæðismála.

17. Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla stýrihóps Velferðarvaktarinnar, mars 2009. Ennfremur lögð fram ályktun Velferðarvaktarinnar um aðstæður barna og barnavernd, dags. 12. júní 2009.
Umræðum frestað til næsta fundar.

17. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra velferðarsviðs að útfæra leiðir til að stuðla að virkni einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg. Einstaklingum á fjárhagsaðstoð standi til boða að taka þátt í verkefnum, vinnu eða öðru skipulögðu starfi á vegum borgarinnar, sem verði í boði á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Samráð verði haft við önnur svið borgarinnar, Vinnumálastofnun og aðra aðila sem geta boðið upp á verkefni við hæfi.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

18. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð hvetur til þess að almannaheillanefndir í hverfum borgarinnar, samráðs-teymi verði kölluð saman á næstu dögum til að tryggja að allir þeir aðilar sem koma að börnum og foreldrum viti um þær leiðir sem færar eru þegar alvarlegir fjárhags-erfiðleikar koma upp og finni nýjar úrlausnir þegar upp á vantar. Þá er það ósk velferðarráðs að þjónustumiðstöðvar borgarinnar kanni í grunn- og framhaldsskólum borgarinnar hversu mörg börn og foreldrar eru í slíkum fjárhagsvanda að það hamli námi barnanna.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl.13.50

Jórunn Frímannsdóttir
Sif Sigfúsdóttir Eiríkur Sigurðsson
Hallur Magnússon Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Drífa Snædal