Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 27. apríl var haldinn 11. fundur Velferðarráðs og hófst hann kl. 13.15 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir og Helga Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Áhrif stjórnkerfisbreytinga á Velferðarsvið.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu og lagði fram tvenn drög að skipuriti fyrir Velferðarsvið og minnisblað dags. 26. apríl 2005 til borgarstjóra um ábyrgðarskil milli Velferðarsviðs og Þjónustu- og rekstrarsviðs.
2. Lagðar fram tillögur framkvæmdastjóra ráðgjafarsviðs dags. 25. apríl 2005 að breytingum á verklagi og verklagsreglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan samþykkt einróma.
3. Lögð fram drög að samningi Velferðarsviðs við Geðhjálp um þjónustu við geðfatlaða einstaklinga með lögheimili í Reykjavík dags. 25. apríl 2005.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Drögin samþykkt einróma með áorðnum breytingum.
4. Lögð fram til umsagnar drög að stefnu forvarnarnefndar Reykjavíkurborgar, ódagsett.
Málinu er frestað til næsta fundar.
5. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. apríl 2005 vegna áskorana Félags eldri borgara dags. 24. febrúar 2005.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Ákveðið að Velferðarráð haldi fund með stjórn Félags eldri borgara í júní nk.
6. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir,
þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 14. apríl 2005.
7. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 14. apríl 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.
8. Lagt fram að nýju svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
Velferðarráði 16. mars 2005 um æfingagjöld barna í íþróttum ásamt tölulegum upplýsingum.
Velferðarráð beinir því til Velferðarsviðs að unnið verði enn frekar að kynningu á þeim úrræðum sem standa til boða fátækum börnum og börnum í áhættuhópum.
9. Stefán Jóhann Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Velferðarráð óskar eftir því að Velferðarsvið taki saman minnisblað
um stöðu forsjárlausra feðra í Reykjavík. Í minnisblaðinu verði bent á leiðir til að meta hvað sé hæft í fullyrðingum um að forsjárlausir feður mæti afgangi í íslensku velferðarsamfélagi, einkum þeir sem þurfa á félagsþjónustu sveitarfélaga að halda. Í framhaldi verði ákveðið hvort nauðsyn sé á frekari úttekt eða viðbrögðum.”
Tillagan samþykkt einróma.
Fundi slitið kl. 14.53
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir