Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2009, þriðjudaginn 23. júní var haldinn 109. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.15 í Stöðvarstjórahúsi við Elliðaár. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 3. júní s.l. þar sem tilkynnt er að Drífa Snædal taki sæti Þorleifs Gunnlaugssonar í velferðarráði.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 16. júní s.l. þar sem tilkynnt er að Eiríkur Sigurðsson taki sæti Halls Magnússonar í velferðarráði. Jafnframt er tilkynnt að Hallur Magnússon taki sæti varamanns í ráðinu í stað Ingvars M. Jónssonar.
3. Formaður velferðarráðs bar fram tillögu um að Eiríkur Sigurðsson verði varaformaður velferðarráðs.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
4. Lögð fram ársskýrsla Velferðarsviðs 2008.
Guðrún Reykdal, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og kynnti ársskýrsluna.
Velferðarráð þakkar starfsfólki sviðsins fyrir góða vinnu við árskýrslu Velferðarsviðs 2008. Velferðarráð óskar jafnframt eftir því að framvegis verði bætt við tölfræðilegum upplýsingum síðustu þriggja ára til samanburðar, svo hægt sé að fylgjast betur með þróun í velferðarþjónustu. Auk þess að greint sé á milli kynja við söfnun og úrvinnslu gagna skv. jafnréttislögum nema sérstakar aðstæður sbr. persónuverndarhagsmunir mæli gegn því.
5. Lögð fram skýrsla starfshóps um þarfagreiningu í málefnum barna og ungmenna sem eiga mál til meðferðar hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og kynnti skýrsluna.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Samkvæmt helstu niðurstöðum þarfagreiningarinnar kemur fram að styrkja þurfi starfsemi skammtímaheimilisins að Hraunbergi. Jafnframt kemur fram að þörf sé fyrir úrræði fyrir börn frá 9 ára aldri sem þurfa vistun og stuðning til lengri tíma og unglinga sem komnir eru á braut afbrota og fíkniefna, í stað þeirra úrræða sem voru á vegum Barnaverndarstofu m.a. að Geldingarlæk.
Í ljósi þessa er lögð áhersla á að styrking á starfseminni að Hraunbergi verði skoðuð í tengslum við fjárhagsáætlunargerð sviðsins og sviðsstjóri taki upp viðræður við heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið varðandi skýrari verkaskiptingu og samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga varðandi endurskoðun úrræða og þörf fyrir þjónustu.
Velferðarsvið vinnur nú eftir nýsamþykktri viðbragðsáætlun í barnavernd og til stuðnings börnum í Reykjavík. Meðal aðgerða í viðbragðsáætluninni er að endurmeta reglulega þörf á ráðgjöfum og öðrum sérfræðingum í málefnum barna og fjölskyldna hjá Barnavernd Reykjavíkur og á þjónustumiðstöðvum, efla úrræði Barnaverndar Reykjavíkur út frá fyrirliggjandi þarfagreiningu, auk þess sem markvisst verði skoðað hvernig hægt er að efla frekar stuðningsþjónustu við börn og foreldra eins og kostur er.
Nú þegar hefur verið brugðist við auknu álagi hjá Barnavernd Reykjavíkur með því að bæta við stöðugildi. Endurskoðun reglna um samskipti og samstarf þjónustumiðstöðva og Barnaverndar er nýlokið.
Velferðarráð leggur sérstaka áherslu á að unnið verði áfram með niðurstöður þarfagreiningarinnar innan Velferðarsvið í náinni samvinnu við samstarfsaðila.
6. Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð ásamt kostnaðargreiningu.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir breytingunum.
Tillögur til breytinga voru samþykktar samhljóða, nema hvað varðar tillögu til breytinga á 18. gr.
7. Lagt fram bréf frá Ekron dags. 7. apríl 2009 varðandi beiðni um styrk til reksturs áfangaheimilis Ekron að Hólabergi 80 og um endurnýjun á þjónustusamningi við Reykjavíkurborg ásamt umsögn verkefnastjóra á Velferðarsviði.
Málinu var frestað.
8. Lögð fram stöðuskýrsla aðgerðateymis Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi.
Skrifstofustjóri velferðaramála gerði grein fyrir málinu.
9. Lagðar fram til kynningar lykiltölur janúar – apríl 2009 og bráðarbirgðatölur fyrir maí 2009.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn :
Fjöldi fólks á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur lækkað úr því að vera 925 þann 1. maí sl. í að vera 725 mánuði síðar eða 1. júní. Vafalaust eru skýringar á fækkun um 200 á biðlista milli mánaða. Óskað er skriflegra skýringa á þeim.
10. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sem lögð var fram á fundi velferðarráðs 10. júní 2009.
11. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar sem lögð var fram á fundi velferðaráðs 10. júní 2009.
Fundi slitið kl. 15.30
Jórunn Frímannsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Eiríkur Sigurðsson
Björk Vilhelmsdóttir Marsibil Sæmundardóttir
Drífa Snædal