Velferðarráð - Fundur nr. 108

Velferðarráð

Ár 2009, miðvikudaginn 10. júní var haldinn 108. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Hallur Magnússon, Sif Sigúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Drífa Snædal. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson og Valgerður Sveinbjörnsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram viðbragðsáætlun Velferðarsviðs í barnvernd sbr. bókun velferðarráðs frá sameiginlegum fundi velferðarráðs og barnaverndarnefndar frá 29. apríl 2009.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðbragðsáætluninni.

- Jórunn Frímannsdóttir mætti á fundinn kl. 12:32
- Marsibil Sæmundardóttir vék af fundi kl. 12:40
- Þórir Hrafn Gunnarsson mætti á fundinn kl. 12:42

Viðbragðsáætlunin er samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og með fyrirvara um ábendingar ef ráðsmenn hafa, sem þeir komi til sviðsstjóra innan tveggja daga.

Velferðarráð þakkar sviðsstjóra Velferðarsviðs og framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur fyrir Viðbragðsáætlun í barnavernd og til frekari stuðnings börnum í borginni. Velferð barna er málefni allra fjölskyldna og þeirra sem koma að starfi með börnum og fjölskyldum í borginni. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að fylgjast með og bregðast tímanlega við vanda barna og ungmenna. Samantekt um framvindu áætlunarinnar verður lögð fyrir velferðarráð á þriggja mánaða fresti.

2. Kynning á viðhorfskönnun starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Lóa Birna Birgisdóttir mætti á fundinn og kynnti viðhorfskönnunina.

Velferðarráð þakkar starfsfólki Velferðarsviðs þann árangur sem niðurstöður vinnustaðagreiningar Reykjavíkurborgar gefa til kynna. Þar kemur m.a. fram að starfsánægja hefur aukist og starfsmannavelta er að minnka sem er ánægjuleg þróun. Stjórnendur eru jafnframt hvattir til að fylgjast náið með álagi á starfsfólk sviðsins.

3. Kynning frá Félagsbústöðum vegna breytinga í Furugerði 1.
Sigurður Friðriksson mætti á fundinn og gerði grein fyrir breytingunum.

4. Lögð fram bókhaldsstaða pr. 30. apríl 2009 ásamt greinargerð fjármálastjóra. Ennfremur lögð fram tímaáætlun fjárahagsáætlunar 2010.
Fjármálastjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram tillaga ásamt greinargerð um styrk til Samhjálpar vegna reksturs kaffistofu. Ennfremur lagt fram bréf frá Samhjálp dags. 14. apríl 2009 um beiðni um fjárhagsaðstoð vegna Kaffistofu Samhjálpar að Borgartúni 1.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

6. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fjölda áfrýjunarmála til velferðarráðs janúar til júní 2009.

7. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur Velferðarsviðs og Félags heyrnarlausra um þjónustu við heyrnarlausa sem eru með lögheimili í Reykjavík.

8. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Talþjálfunar Reykjavíkur um þjónustu talmeinafræðinga.

9. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur um rekstur og forstöðu fjölskylduheimilis.

10. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í velferðarráði óska eftir að Velferðarsvið taki saman minnisblað um fjölda námsmanna, í framhaldsskóla annars vegar og háskóla hins vegar, sem eru án atvinnu og án tekna. Gott væri að fram kæmi hvernig framfærslu þeirra er háttað og hvort að þessi hópur hafi í auknum mæli leitað aðstoðar í þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar.
Svar verður lagt fram á næsta fundi.

11. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur óska eftir upplýsingum um breytingar á fastlaunasamningum starfsmanna Velferðarsviðs, greint eftir mældri yfirvinnu og fastri yfirvinnu frá lokum árs 2008 og til síðustu útborgunar. Sömuleiðis hvaða markmið sviðið setti sér í niðurskurðarferlinu.
Svar verður lagt fram á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 14.15

Jórunn Frímannsdóttir
Hallur Magnússon Sif Sigfúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Guðlaug Magnúsdóttir
Þórir Hrafn Gunnarsson Drífa Snædal