Velferðarráð - Fundur nr. 105

Velferðarráð

Ár 2009, miðvikudaginn 13. maí var haldinn 105. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.20 að Borgartúni 12-14. Mættir: Jórunn Frímannsdóttir, Hallur Magnússon, Sif Sigfúsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Gunnar Hólm Hjálmarsson. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram bókhaldsstaða pr. 31. mars 2009 ásamt greinargerð fjármálastjóra.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

2. Lögð fram tillaga samráðshóps um forvarnir um úthlutun styrkja til forvarnamála.
Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.

3. Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks varðandi Fjölskylduhjálp Íslands.
Málinu er frestað til næsta fundar.

4. Lagður fram til kynningar viðauki við þjónustusamning um heimahjúkrun fyrir fatlaða milli Heimaþjónustu Reykjavíkur og Vinunar, dags. 4. mars 2009.

5. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur Velferðarsviðs og Félags einstæðra foreldra um þjónustu við einstæða foreldra með lögheimili í Reykjavík.

6. Lagður fram til kynningar þjónustusamningur Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða f.h. Velferðarsviðs og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands um rekstur Konukots.

7. Lagt fram til kynningar bréf forsætisráðuneytisins dags. 30. apríl 2009 varðandi skipan sviðsstjóra í almannavarna- og öryggismálaráðs.

8. Lagt fram til kynningar svar sviðsstjóra dags. 4. maí 2009 við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar af fundi borgarráðs 24. apríl 2009 um unglingasmiðjur.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

9. Lagt fram til kynningar svar sviðsstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar af fundi borgarráðs 24. apríl 2009 um barnavernd.

10. Staða mála vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs vegna aðstæðna í efnahagslífi. Lagt fram til kynningar minnisblað aðgerðateymis dags. 8. maí 2009.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

11. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna frá síðasta fundi velferðarráðs um 40+.

12. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

Velferðarráð samþykkti í maí á síðasta ári eftirfarandi tillögu:
„Lagt er til að fenginn verði óháður aðili til að framkvæma úttekt á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Úttektin verði framkvæmd á tímabilinu júní – september 2008. Tilgangur úttektar er að fara yfir skipulag, stjórnun og rekstrarfyrirkomulag þjónustumiðstöðvanna.“
Þegar farið var að grennslast fyrir um þessa úttekt kom í ljós að hún var ekki framkvæmd í júní til september 2008 heldur frá september 2008 til febrúar á þessu ári. Ekki var annað að skilja á formanni velferðarráðs á síðasta borgarstjórnarfundi en að skýrsla um úttektina yrði lögð fyrir velferðaráð í dag en svo er ekki.
Af þessu tilefni spyrja fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hvers vegna skýrslan hafi ekki verið lögð fram í velferðarráði þó svo að vinnu við hana hafi lokið í febrúar?

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi svar við fyrirspurninni:

Haft var samband við úttektaraðila strax að loknum síðasta borgarstjórnarfundi til þess að fá kynningu skýrslunnar á fundi ráðsins í dag. Því miður gat úttektaraðili ekki orðið við þeirri beiðni, enda enn ekki lokið viðbótarvinnu sem Velferðarsvið óskaði eftir þegar lokadrög að skýrslunni lágu fyrir. Vonir standa til þess að þeirri viðbótarvinnu verði lokið fyrir næsta fund velferðarráðs og að fulltrúi úttektaraðila komi á þann fund og kynni niðurstöður úttektarinnar.

Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 25. maí kl. 13.00

Fundi slitið kl. 15.35
Jórunn Frímannsdóttir
Hallur Magnússon Sif Sigfúsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Þorleifur Gunnlaugsson