Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 19. janúar var haldinn 1. fundur Velferðarráðs og hófst hann kl. 13.25 að Síðumúla 39. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella Víðisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra dags. 27. desember 2004 um kosningu fulltrúa í Velferðarráð.
2. Kosning varaformanns Velferðarráðs.
Formaður Velferðarráðs bar fram tillögu þess efnis að Marsibil Sæmundsdóttir yrði kjörinn varaformaður Velferðarráðs.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
3. Lögð fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar fyrir árið 2005.
Félagsmálastjóri kynnti starfsáætlunina og framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynnti fjárhagsáætlunina.
4. Áhrif stjórnkerfisbreytinga á Velferðarsvið.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.
5. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir starfshópa sem eru að vinna á Velferðarsviði.
6. Lagt fram að nýju bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 1. desember 2004 varðandi álit Umboðsmanns Alþingis; mál nr. 4064/2004 og 4070/2004. Ennfremur lagt fram að nýju minnisblað forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 16. desember 2004. Lagt fram minnisblað borgarritara dags. 7. janúar 2005 í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis. Lögð fram tillaga forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 17. janúar 2005 um breytingu á 19. gr. reglna um fjárhagsaðstoð.
Málinu frestað til næsta fundar.
Marsibil Sæmundsdóttir vék af fundi kl. 15.15
7. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjór þjónustusviðs dags. 17. janúar 2005 um samstarf félagsmiðstöðva Félagsþjónustunnar og Listahátíðar í Reykjavík og Tónlist fyrir alla sumarið 2006.
Frestað.
8. Lagður fram til kynningar samningur um heimahjúkrun í þjónustuíbúðum í Seljahlíð, heimili aldraðra dags. 1. nóvember 2004.
9. Lagt fram til kynningar samkomulag Félagsþjónustunnar og Félagsbústaða hf. dags. 23. desember 2004 um leigutryggingu vegna búsetu í leiguíbúðum á vegum Félagsbústaða hf.
10. Lagðar fram til kynningar úthlutanir í hjúkrunarrými í október og nóvember 2004.
11. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók 22. desember 2004 og 5. og 12. janúar 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.
12. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 6. janúar 2005.
13. Önnur mál.
a. Undirritun trúnaðareiðs af hálfu nýrra fulltrúa í Velferðarráði.
b. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn vegna Ferðaþjónustu fatlaðra:
,,Óskað er eftir skýringum formanns nýkjörins Velferðarráðs á því hvers vegna unnið hefur verið eftir breyttum reglum um Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir að þær hafi ekki verið lagðar fyrir borgarráð til samþykktar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma ennfremur að aldraðir Reykvík-ingar hafa ekki fengið ferðaþjónustu sem skyldi.“
c. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn vegna breytingar á starfsemi Fjölskylduþjónustunnar Lausnar:
,,Notendur Fjölskylduþjónustunnar Lausnar hafa komið á framfæri áhyggjum sínum og óánægju vegna þeirra breytinga sem R-listinn hefur ákveðið að gera á starfseminni, sbr. samþykkt meirihluta félags-málaráðs frá 13. október 2004. Meðal notenda eru börn og fullorðnir einstaklingar sem þola illa breytingar og nýjar staðsetningar sökum andlegrar vanlíðunar og geðrænna kvilla.
Eins og fram kemur í greinargerð með samþykkt R-listans frá 13. október 2004 hefur Fjölskylduþjónustan Lausn verið brautryðjandi innan Félagsþjónustunnar við að koma á lausnamiðaðri fjölskyldu-meðferð og þróað hana og kennt öðrum.
Óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar og hvort ekki sé rétt að endurskoða þær og jafnvel draga ákvörðunina til baka.“
Fundi slitið kl. 15.25.
Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Jóna Hrönn Bolladóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Margrét Sverrisdóttir