Velferðarráð - 1253. fundur

Velferðarráð

FÉLAGSMÁLARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 24. nóvember var haldinn 1253. fundur félagsmálaráðs og hófst hann kl. 14.10 í félags- og þjónustumiðstöðinni að Vesturgötu 7. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Alfreð Þorsteinsson, Guðrún Ebba Ólafs- dóttir og Margrét Einarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfs-
manna: Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Jafnframt lögð fram greinargerð forstöðumanns lögfræðisviðs dags. 8. nóvember sl. Ennfremur lagðar fram umsagnir eftirfarandi hagsmuna- og rekstraraðila:
Blindrafélagsins, dags. 19. nóvember sl.
Sjálfsbjargar, dags. 18. nóvember sl.
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, dags. 22. nóvember sl.
Styrktarfélags vangefinna, dags. 18. nóvember sl.
Strætó bs., dags. 22. nóvember sl.
Öryrkjabandalags Íslands, dags. 18. nóvember sl.
Þroskahjálpar, dags. 23. nóvember sl.
Frestað og ákveðið að kalla hagsmuna- og rekstraraðila til fundar.
Óskað var eftir samantekt varðandi sambærilega þjónustu á öðrum Norður-löndum.

2. Lögð fram tillaga dags. 22. nóvember sl. að skipan starfshóps vegna aksturs-þjónustu fyrir aldraða.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

3. Lagt fram svar dags. 22. nóvember sl. við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í félagsmálaráði 10. nóvember sl. í tengslum við greinargerð um 9 mánaða stöðu 2004.

4. Lagt fram svar dags. 22. nóvember sl. við fyrirspurn Stefáns Jóhanns Stefáns-sonar í félagsmálaráði 10. nóvember sl. í tengslum við greinargerð um 9 mánaða stöðu 2004.

5. Lögð fram trúnaðarbók frá 10. og 17. nóvember sl. ásamt heildaryfirliti yfir ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

6. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 11. nóvember sl.

7. Önnur mál
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir styrkumsóknir um styrki til félagsmála fyrir árið 2005.
Samþykkt samhljóða að formaður félagsmálaráðs, félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs komi með tillögu að úthlutun styrkja til félagsmála sbr. 4. lið reglna um styrkveitingar félagsmálaráðs samþykktum í félagsmálaráði 13. október sl.

Fundi frestað kl. 14.25 til framhalds
á opnum fundi félagsmálaráðs

Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Alfreð Þorsteinsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir
Margrét Sverrisdóttir.

Kl. 14.45 hófst opinn fundur félagsmálaráðs í sal félags- og þjónustumiðstöðvarinnar að Vesturgötu 7. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Alfreð Þorsteinsson og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þórdís Lóa Þórhalls-
dóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Aðrir fundarmenn; sjá fylgiskjal.

Þetta gerðist:

Viðfangsefni fundarins var velferðarþjónusta fyrir efnalítið fólk. Flutt voru eftirfarandi erindi:
Velferðarþjónusta sveitarfélaga.
Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri.

Hvað gerir velferðarþjónustan fyrir börn ?
Stefán Ólafsson, prófessor og forstöðumaður Borgarfræðaseturs.

Hugmyndir og framkvæmd að baki Velferðarsjós barna.
Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna.

Hjálparstarfs kirkjunnar.
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi.

Að loknum erindum fóru fram umræður.

Fundi slitið kl. 17.10

Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Alfreð Þorsteinsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir